Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 63

Skírnir - 01.12.1918, Page 63
■Skirnir] Frá Frakklandi, 1916—1917 349 ■ og Suður-Frakka, ibúa Mið-Frakklands af latnesknra uppruna, Norður-Frakka, Bretóna, Gaskóna, Baska, Augvergnebúa, jafnvel Normandímenn að nokkru leyti, og Parísarbúa — bindur þá alla hl/jum og traustum œttarböndum. Það er eins og þeir hafi allir aetið öldum saman undir vegg og látið kvöldsólina gagnverma sig, eins og eg hefi svo oft séð gamla fólkið í þorpunum sitja á kvöld- in. Sól Frakklands hefir gert þá alla líka; hin mikla og sæla sól, sem ekki er of Buðræn, en einmitt mátulega suðræn. Og frönsku konurnar! Séu karlmennirnir bundnir þessu dul- arfulla ættarbandi, hve miklu fremur eru konurnar það Hvað er það þá í eðli frönsku konunnar, er gerir hana svo alveg einstaka? í einni bók eftir Anatole France segir dóttir við móður sfna: Tu es pour lesbijoux, je suispourlesdessous«. (Þú ert gefin fyrir gimsteinana, en eg fyrir línBkrautið). Frönsk kona er í andlegum skilningi pour les dessous. Hún er gædd sórstökum, fastheldnum, skýrum og slyngum gáfum. Það finst, hvar sem farið er um Frakkland, í öllum stóttum — í sveit og í borg. Hún getur ekki eytt og spent, hún gerir gott úr hverjum hlnt og snyr út hans beztu hlið. Ætti eg að nefna áþreifanlegt dæmi virðingar fyrir sjálfum sór, þá mundi eg segja — franska konan. Auðvitað er það sérstök tegund þeirrar dygðar og að miklu leyti bundin við þennan heim; og ef til vill kemur hún ekki alveg eins skyrt i Ijós nú og áður. Á Bpítalanum eru nokkrar franskar konur: þjónustustúlkurnar, sem halda öllu í góðri reglu — bless- uð matreiðslukonan, sem við unnum ekki að eins fyrir steikina, sem hún býr til. Hún er stolt af syni sínum, sem er hermaður. Áður en stríðið hófst var hann prófessor, nú undirforingi! Sjálf er hún efnuð, á tvö hús í smábænum. Hún er þýð og þolinmóð, og mjög ráðrík um róttina, sem hún býr til og blandnir eru þeim efnum og ilmi, sem einkennir alt það, sem ramfranskt er. í litla, hrukkótta, bleikföla andlitinu á henni býr mikil mildi og stilling; alt af er hún rólega hæversk og alvarleg, en tekur yndislega öllu gamni og sýnir viturleg vinahót þeim, sem það eiga skilið. Hún er gimsteinn sem vill gera eitthvað pour la Fratice (fyrir Frakkland). Oe hér er frú Jeanne Camille, sem á tvær dætur og einn son, of ung- an til að vera hermaður. Það var eldri dóttir hennar, sem vildi koma og þvo gólf i spítalanum, en var neitað um það, af því að hún var of falleg. Og móðir hennar kom í staðinn, kona, sem ekki þurfti að koma, um fimtugt, en þrekvaxin sem franskar konur eru, »funi í vangans slæðu dökkri«, hárið enn svart og andlitsdrættirnir

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.