Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 70

Skírnir - 01.12.1918, Side 70
356 Frá Frakklandi, 1916—1917 [Skírnir okkar kom til hádegisverðar, hvaða gaum hann gaf matnum og hversdagalegum störfum vorum, en li'ka þeim málefnum, sem víð- tækari voru; hve vel hann naut kaffisins og vindlingsins. Óg alt í- einu virtist honum bregða undarlega við, eins og maður heyrði hjarta hans segja: »Ó, börnin góð, hór sit eg og eyði tímanum; eg verð að koma til ykkar«. Eg sá hann í garðinum vera að tala við einn »loðinkinnann« okkar, ekki um sál hans, heldur líkama; hann lagði höndina mjúklega á öxl honum og ávarpaði hann: Mon cher f i 1 8 (kæri sonur minn). Blessaður gamli maðurinn ! Jafn- vel trúarbrögðin sjálf ætla sór hér ekki meira en þau orka — að færa hjálp og huggun örvingluðum og þjáðum. Þau fylgja forminu, og brosa þó við. Levndardómur franskrar menningar er fólginn < þessu riðandi jafnvægi. Af fjörugri einingu hugar og hjarta, vits og skyns í frönsku eðli er runnið alt hið sviphreina form franska lífsins, form, sern menn vita að er form, en skilja hvaða gildi hefir. Tamið yfir- br»gð sprettur af verkan og gagnverkan. Það er meginþáttur menningarinnar, vegna þess að það eitt talar nægilega skýrt í heimi, sem sjálfur á rót sítia í leik óteljaudi satnvirkra og sundur- leitra laga og krafta. Frönsk menning er nákomin eðliskjarna til- venuinar, vegna þess að hún er gædd eins konar lifandi heilbrigði, er aldrei fer vill vegarins, eða geri hún það, ratar skjótt aftur á meðalveginn. Hún hefir tvo aðalókosti kosta sinna: Hún attn forminu um of og er of tortryggin. Franska eðlið er mjög ófeilið. Og það er skiljanlegt! Frakkar eru miðja vega milli norðurs og suðurs. Blóð þeirra er of blandað fyrir guðmóðinn og menning þeirra of gömul. i Eg hafði aldrei skilið til fulls, hve gamalt Frakkland er, þang- að til vór komum til Arles. í lestinni okkar, sem var troðful), stóðu »loðinkintiar« þótt í gðngunum. Hávaxinn og vingjarnlegur herl'ylkishöfðingi (colonel) bauð einum þeirra, er var mjög þreytu- legur, inn í vagnintr til okkar. Hann fór að skrafa um það í þreytulegum róm, hve aðdáanlega vel konurnar önnuðust störfin einar á búgörðunum. »Ef við fáum hálfsmánaðar leyfi«, sagði hann, »þá gengur alt vel; við gerum þá erfiðustu verkin, sem konurnar anna ekki, og jörðin kemst < lag. Hún þarf að fá slíkan hálfs- máuaðartíma við og við, mon colonel; sum störf á búgörðun- um geta konur ekki unnið«. Og herfylkishöfðinginn kinkaði sínum magra kolli ákaft til samþykkis. Vér stigum úr vagninutn < myrkrinu, og var suðrænn svipur og suðrænar raddir umhverfis. Gistihúsvagninn litli smaug undir eins með okkur inn í gamlar,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.