Skírnir - 01.12.1918, Page 74
360
Fri Frakklandi, 1916—1917
[Skírnir
maður, rauðhærður; þegar hann var brott í leyfi, var sem spítal--
inn væri allur annar, svo mikill friður var þar. Synir Parísar eru'
sérstakur kynflokkur, alveg eins og Lundúnabúar eru það. Eg get
ekki sagt, að eg botni í þeim; þeir eru gerðir úr fjaðurmógnuðu'
efni, eins og gúmmíhnettir. Og Parísarkonurnar! Guð forði mór
frá að segja, að eg þekki þær. Þær eru lokuð bók. Jáfnvel Par-
ísarbúar eru nú samt umburðarlyndari við oss, hina þumbaldalegu
Englendinga, en þeir voru fyrir stríðið; má vera, að þeir hafi sóðr
að hafa mátti nokkurt óvænt gagn af oss. Og, vel á minst: Það
er sagt, að í þeim hóruðum, sem brezku herirnir hafast við, þá'
ímyndi sumir Frakkar sór, að vór séum komnir til að setjast þar-
að. Það er þó geysi-hláleg hugmynd! Og hve ömurlegu Ijósi húrt'
bregður yfir söguna, yfir tortryggnina, sem komin er upp á milli
þjóðanna, á ófeilnina, sem breytui manna hefir gróðursett djúpt í
mannlegum hjörtum. Nei! Væri það hugsanlegt, að brezka stjórn-
in færi þannig að ráði sínu, þá mundu íbúar Bretlands fara úr
landi, ganga í lið með Frökkum og hjálpa þeim til að reka bölv-
aða ágengnisseggina úr landi!
En v é r rákum oss hvergi á þessa skringilegu trú. Á ölru
þessu svæði Frakklands, sem troðfult er þessum eiukennilegu ver-
um, enskum körlum og konum, fengum vór alstaðar aðdáanlegar
viðtökur, er gengu oss til hjarta. Ekki í eitt eiuasta skifti alla.
þessa löngu vetrarmánuði heyrðum vér óvinsamlegt orð; vór mætt-
um hvergi neinu öðru en sannri kurteisi og alúð. »Loðiukinnar«
og bændur, dyraverðir og embættismenn, hefðarfrúr, læknar, þjóu-
ar, búðarfólk var ávalt nærgætið, vingjarnlegt og lét sór hugar-
haldið um, að vór værum sem heima hjá oss. Jafnvel hundarnir
buðu oss velkomna! Lítill, svartur hálf-pommernskur hundur kom
óboðinn og settist að hjá okkur á spítalanum. Við kölluðnm hann
Aristides. En þegar hann var með okkur á gönguferðum, mættum
við stundum hóp af krökkum sem kölluðu: »Pom pom! Voilá
Pom-pom!« og fóru með hann. Aður en nóttin datt á, var hann.
æfinlega kominn til okkar aftur með sundurnagað band eða reim-
dinglandi um hálsinn. Houum leiddust krakkarnir hræðilega. Vór
fólum hann í hendur »loðinkinnanna« okkar kvöldið dapra, sem vór
urðum að kveðja, taka í síðasta sinn í allar þessar vingjarnlegn
hendur, og yfirgefa hin vinalegu andlit. Vagninu flutti oss brott
gegnum litla þorpið, eftir dalnum milli aspmna, sem voru að byrja
að fá vorlit á greinarnar, en skjóiinu flaug yfir veginn ofan éu
fjjótsbakkann.