Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 75

Skírnir - 01.12.1918, Side 75
Skírnir] Frá Frakklandi, 1916—1917 361! Frakkland geymir hjartað vel í brjósti sór og ber það ekki utanklæða. En Frakkland opnaði hjarta sitt einu sinni og lót oss sjá gullið, sem þar er geymt. Og svo fórum vór frá Frakklandi einn rigningardag, og skild-" um þar eftir hjartað hálft. Guðm. Finnbogason þýddi. VIÐ DÝFLIN. Ef í lið þitt brestur bráður flótti, bittu skó þinn, far að öllu rótt! Hvert skal flýja? Hvað má nokkur ótti? Hælislaust, og bráðum kornin nótt — »Til ísiands eg kemst ekki í kveld«, sagði Þorsteinn. Seytján fóru. Sextán fóllu í stríði, suð’rí Dyflin eltu baua sinn — afkomst hann, sá eini, er ekki flýði án þess fyrst að binda skóinn sinn — »Til íslands eg kemst ekki í kveld«, sagði Þorsteinn. Þó að depri djarfsýn víga-blinda, drenginn þann mun hugstór kannast við^ sem ei skirrist skóinn sinn að binda skammarlaust, þó flýi aunað lið — »Til íslands eg kemst ekki í kveld«, sagði Þorsteinn. Til þess lands er drjúgan veg að vinna von þín ung sem kjölnum stýrði frá komið babb í bátinn allra hinna. Bittu skóinn! Hvað mun liggja á »Til íslands eg kemst ekki í kveld«, sagði Þorsteinn. Stephan G. Stephansson.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.