Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 76

Skírnir - 01.12.1918, Side 76
Frá málstreitu Korðmanna. ÞaS er kunnugt, að Norðmenn nú um langan tíma hafa veri ílla staddir með rit- og menningarmál sitt. Það eru nefnilega tv ritmál í landinu: liið svo nefnda ríkismál, er upphaflega var danska, en nú hefir breyzt allmikið vegna áhrifa frá talmálinu, einkum talmáli borganna; í því eru eins og kunnugt er allmörg sórnorsk orð og orðatiltæki, og á seinni tímum hafa menn enn fremur tekið upp p, t, k í staðinn fyrir b, d (o: ð), g í orðum svo sem: t a p e (f. tabe), bite (f. bide o: bíta), uke (f. uge) o. m. fl.; og í tali er það altaf borið fram á norskan hátt með »orðalögunum« (Tonelag) norsku. Hitt ritmálið er hið svo nefnda landsmál, sem Ivar Aasen bjó til á sínum tíma á grundvelli norsku mállyzknanna, einkum þeirra, sem talaðar eru á suðvesturströnd Noregs. Er það a 1 vestur- norrænt mál, eins konar beygingasnauð íslenzka. Rimman á milli þessara tveggja ritmála hefir oft og tíðum verið afarsnörp. Ríkismálið á reyndar langflesta fylgismenn, og flest skáld Norðmanna og vísindamenn hafa ritað á það mál. En hinB vegar eru landsmálsmennirnir, þó færri sóu, afarötulir, og hefir þeim orðið talsvert ágengt. Þessi tungnaklofning hefir eins og gefur að skilja haft hinn mesta glundroða í för með sór, einkum í skólunum, þar sem annaðhvort (í lægri skólunum) á um þessi tvö mál að velja, eða (í lærdómsdeildum mentaskólanna) á að læra b æ ð i málin. Nú eru — sem betur fer — nokkrar horfur á því, að Norð- menn geti komist út úr þessum kröggura. Nefnd, sem Stórþingið 1913 kaus til þess að íhuga, hvort ekki væri hægt að láta málin nálgast hvort annað með því að bæta stafsetning þeirra, hefir nú komið með álit sitt, og konungsúrskurður 21. des. 1917 hefir fyrir- skipað róttritunarreglur samkvæmt uppástungum nefndarinnar. — Nefndin — þeir Hjalmar Falk (formaður), ívar Alnæs, Maríus .Hægstad, Knut Liest0l og Didrik Arup Seip — hefir þó ekki

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.