Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 91

Skírnir - 01.12.1918, Side 91
Skírnir] Kitfregnir 377 systurdóttur hana, og verður fyratur manna aðnjótandi ferðaatyrks- úr sjóð, sem Bessi gamli gefur landinu eftir sinu dag. Þessi Bessi er merkilegur maður og einkennilegur. Hefir margt drifið á daga tians. Hann er mjög lærður maður og víðförúll og nafnkunnur bæði utan lands og innan. Hann skrifar margar lærðar ritgerðir á ýms mál, en líka um »framfarabrauk« og »frelsisgaspur«. Vitaskuld afla þessi skrif honum megnrar óvildar allmargra manna heima, sem skilja hvorki skoðanir hans nó tilkomu í vfsinda- legu tilliti. En hann kærir sig ekkert um það; hann er nógu auð- ugur til að vera ekki háður neinum. Aftur á móti er mörgum al- þýðumönnum skemt með þessum skrifum. Hann er einrænn og sérlundaður og ómannblendinn; hitis vegar er hann mesti fjárhyggju-- maður, verður meðeigandi og meðstjórnandi í botnvörpungafólagi og stórgræðir á þessu. I raun og veru er hann framfaramaður; íhald- samur er hann að eins í stjórnmálum, heldur, að það só bezt, að einn ráði eða fáeinir duglegir og vill leggja þingið niður. Og víst er það, að mannkynið verður að finna betra stjórnarfyrirkomulag ett meirihluta-fyrirkomulag það, sem nú er uppi. Að taka upp- einveldið aftur myndi þó varla óskaráð. Það var oft og tíðum mesti gallagtipur, en myndi nú enn fremur reynast alveg ófull- nægjandi í okkar samsettu mannfólögum. En sennilega er þetta heldur ekki skoðuu höfundarius sjálfs, enda þótt Bessi virðlst yfir- leitt tala fyrir munn hans. Bessi er aðalpersóna sögunnar, og er sagan aðallega ræður hans, og það, sem Björn segir, er bergmál af skoðunum hans. En það, sem bezt er við karlinn, er föðurlandsást hans og áhugi á velferð þess, sem hann sýnir m. a. með því að gefa íslandi eigur sínar eftir sinn dag. Þó hefir lýsingin á Bessa ekki tekist vel. Er hann of samsettur, til þess að sálarþekking höfundarins ráði við hann. Önnur persóna, sem kemur allmikið við söguna, er Sokki, kostuleg skopmynd. Mesti sæmdarkarl, en ekki gáfaður, og hefir hann tekist miklu betur, er meira að segja jafnvel einfaldur í meira lagi. Þrátt fyrir það — eða öllu heldur einmitt af þeirri ástæðu — þjáist hann af einhverri stjórnmála- ástríðu. Er sískrifandi í blöðin, gefir út smákver um landsins gagn og nauðsynjar, býður sig fram við hverjar kosningar, en fellur alt af. Þá eltir hann þingmennina til Reykjavíkur og sezt að á Al-- þingi sem eins konar auka-þingmaður og hlustar á allar ræðurnar. Hann heldur, að það nægi til að vera þingmaður að vera meðal-- maður og gera sama sem flestir, og er sú skoðun eigi óalgeng..

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.