Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 96

Skírnir - 01.12.1918, Page 96
382 Ritfregnir [Skírnir ■ á móti fær hann ást á henni — og hún á honum. — »Sandhed-- en« (Sannleikinn), einnig kynleg saga um morðingja, sem er a5- leitast við að ræða lífsspeki við ungan dómara sinn um sannleika og sennileika (höf. befir víst ekki hugsað sér hana gerast á Islandi). — »1 Liv og Död« (í lífi og dauða) segir frátveim mönnum, Guð-- mundi og Jóni, sem þurfa að vera í málaþrasi hvor við annan, að minsta kosti einu sinni á ári, en eru þess á milli hinir beztu vlnir, geta hreint ekki verið hvor án annars. Allskemtileg saga. Þó að þessar sögur sóu ekki gallalausar, dylst það eigi, að höfundur þeirra getur sagt frá; það er enginn viðvaningsbragur á þeim. Og málið er furðu gott, örfáar villur (ret og slet fyrir slet og ret; Bakken fyrir B r e d d e n [bakki]; o m 1 i d t (bls. 71), norskusletta fyrir 1 i d t e f t e r [eftir dálit'.a stund], o m 1 i d t þýðir rjett strax. Smerterne var over fyrir ovre; ót Led fyrir een Led; de maatte have dem en Proces fyrir have sig enProces). Auðvitað er danskan ekki eins fjölskrúðug og lipur hjá honum eins og hjá úrvalsskáld- um Dana. Það er enginn maður, sem getur orðið eins hagur á út- lendu máli eins og á móðurmáli sínu. Ósk mín er að skáldið vildi reyna að vera svolítið eðlilegri og forðast öfgar og ólíkindi. Það getur samt orðið skáldskapur. Holgtr Wiehe. Islandica X. Annalium in Islandia farrago and De mirabilibus Islandiæ by Gísli Oddsson edited by Halldór Hermannsson. (iiij +) XV+ 84 bls. Ithaca 1917. 8vo. Þetta bindi Islandica-safnsins hefir að geyma tvö rit eftir Gísla Oddsson, byskup í Skálholti (f. 1593, d. 1638), bæði á latínu. Er hið fyrra samtíningur úr íslenzkum annálum, einkum lútandi að náttúrutilbrigðum, kynjaviðburðum, kynjadýrum o. s. frv., og tekur yfir árin 1106—1636, en er, eins og búast má við, fyllst um daga höfundar sjálfs. Hefir rit þetta áður verið notað af náttúrufræð- ingum og öðrum, þótt ekki hafi það verið gefið út fyrr. Síðari ritgerðin, um undur Islands, mun þykja öllu merkari. Hún er í rauuinni íplenzk náttúrufræði, eða, eins og útg. segir í innganginum, útsýni menntaðs manns á 17. öld yfir náttúr- una umhverfis hann. Þeim, sem þekkja hugsunarhátt menntamanna á 17. öld, kemur það ekki á óvart, þótt hór kenni nokkurra hind- urvitna, en furða er þó, hve oftlega Gísli byskup reynir að finna eðlilegar skýringar á fyrirbrigðum þeim, er hann lýsir. Fyrir bókinni er liðlegur inngangur um ævi Gísla byskups og

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.