Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 25
IÐUNN] Skáldið og konan hans. 263 »Geturðu trúað því, að nokkur geti lært að elska — innilega og hjartanlega — konu, sem hann hefir ííldrei hitt?« spurði hann mig. »Eg held ekki, að ég skilji þig«. »Það hefir að eins verið ein kona í Iífi minu, sem var mér alt«, sagði hann »og hana hefi ég aldrei séð«. Hverju átti ég að svara? Eg leit á hann. »En hvað er ótrúlegt við það, þegar öllu er á botninn hvolft?« spurði hann. »Köstum við ást okk- ar á andlitið eða á lundernið? Ég segi þér alveg satt, að ég hefði ekki getað þekt lunderni þessarar konu betur, þó að við hefðum kynst hvort í faðm- inum á öðru. Ég vissi alt um hana, nema þá smá- muni, sem ókunnugur maður fær að vila á því augnabliki, sem hann er kyntur konu — hvað liún var há, hvernig litarháttur hennar var, hvað hún hét, hvort hún var gift eða ógift. Nei, ég fékk aldrei neitt að vita um þetta. En mér var jafn-kunnugt og henni sjálfri, á hverju hún hafði mætur, með hverju hún hafði samúð, hvernig sál hennar var. Og þetta eru þau leyni-atriði, sem alt veltur á um konuna. Hann hikaði sig. »Iig er i vandræðum. Eg væri dóni, ef ég léti svo virðast, sem ég væri að gera lítið úr konunni minni; en ef ég léti þig halda, að samlífið hefði verið okkur jafn-ánægjulegt og menn ætla, þá gætirðu ekki skilið, hvað mikilvægt það er, sem ég ætla nú að fara að segja þér. Ég ætla að segja þér þetta: áður en mán- uður var liðinn frá brúðkaupinu okkar, var henni farið að þykja ég vera óttalega leiðinlegur. Meðan við vorum í tilhugalífinu, hafði ég talað við hana um þær tálvonir, sem ég gerði mér um hana sjálfa; þegar við vorum komin i hjónaband, talaði ég við hana um þá sannfæring, er ég hafði um list mína. Henni þótti breytingin voðaleg. Henni varð hrollkalt.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.