Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 9

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 9
ífiUNN Járnöld hin nýja. 107 menn, sem frelsara allra þræla jarðarinnar. Langsam- lega minstur hluti þeirra hefir enn þá hlotið það frelsi. En vélin táknar í insta eðli sínu ekkert annað en það, að torfærum er rutt úr vegi og byrðum létt af herðum þeirra, er strita. Hún táknar frelsismöguleika, sem engin kynslóð ánauðugra manna hefir fyrri átt. Hún er tæki starfsmannsins ti.l I>ess að siigrast á skorti, kúgun og undirlægjuhætti, sem á að veita honum kost þess að sinna persónuieik sínum og þroska, forða lífi hans frá I>ví að verða blint og meiningarlaust strit fyrir kröfum munns og maga. Að vísu má með sanni segja, að hagur lista, vísinda og fagurra menta sé bágborinn hjá oss eins og öðrum útkjálkaþjóðum. Og þó hefir vélaöldin skapað skilyrði þess, að ek-ki þurfi framar að tjóðra snillinginn við plóg, né gera afburða-skáld að illmenni og þjóf á af- úalakoti. Hin nýja járnöld er enn, þá eins og barn í reifum, ó- táðin á svip, en með fyrirboða tröllaukins vaxtar og ó- hemj-andi lífs í öllum dráttum. Máttur er sú nornagjöf, or hún hlaut í vöggu. Og gagnvart þessum máttarauka, som kominn er inn á svið mannl-egrar lífsbaráttu, standa -menn enn þá ráðalausir og blindir í álagaham gamalla hugmynda um rétt og rangt. Sú kynslóð, sem hent hafði verið, að neyta skyldi brauðs í sv-eit-a síns a'idlits, sveltur -eins og beiningamaður, þ-egar sá máttur kemur til sögunnar, s-em lyftir stritinu af lierðum henn- ar, ekki fyrir þá sök, að ekki sé nógur matur til, heldur vegna hins, að hún kann ekki að n-eyta hans nem,a með svitann á brám. Þótt 1-angt sé enn í land um vitræna nýtingu þeirrar 0rhu, sem járnöldin hefir lagt upp í hendur mannanna,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.