Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Síða 10
108
Járnölrl hin nýja.
IÐUNN
hefir hún |ró skapað skilyrði, sem óhjákvæmilega lei'ða
til niðurbrots á siðgæðishugmyndum fyrri alda, sem
mjög eru sprottnar af vanmáttartilfinningu og likam-
legum jirældómi. Þaö er mjög náið samband milli
líkamlegrar þreytu og þess, er talið hefir verið alment
velsæmii. Þess vegna verður þeim, sem ekki eru upp-
gefnir af striti, jafnan nokkuð örðugra um rækt þeirra
boðorða, en hinum. Vinnan í nýtízku-verksmiðju er
t. d. mjög tUbreytingarlaus, en sjaldnast mjög erfið og
varir að etins 8 sftundir á dag nema þar, sem stéttasam-
tök eru enn á villimenskustigi. Hún veldur geysilegri
þreytu í taugum, en líkaminn er að öðru leyti lítið
þreyttur. Afleiðingin verður sárt hungur eftir tilbreyt-
ingu, hressingu, æsingu, sem rímnakveðskapur og lotu-
lengdarþrautir uppgefinna útistritsþræla fyrri tíða veita
enga fullnægingu. Heilastörf og kyrlát innivinna krefj-
ast því meiri hæfileika til vöndunar framferðisíins frá
sjónarimiði fortíðaimanna en útistörf, sem eru svo
þurftafrek uim líkamsorku, að engar syndir gagnast
fyrir lúa.
Þetta verður þó enn betur sýnt, þegar það er aðgætt,
hve kvendygðum þykir hafa hrakað, síðan járnöld
hin nýja gekk yfir. Yfir því er nú kveinað mjög í öll-
um löndum, þar sem mold og málmur eigast við sinn
ójafna leik. En á hinum „gömlu, góðu“ heimilum, sem
áttu einkenni sín í því, að striti konunnar var aldrei
lokið, að hún átti bókstaflega aldrei frjálsa stund, nema
meðan hún lá á sæng, virðist skyldan og þrældómurinn
hafa stungið öllum nautnaþrám svefnþorn. Á þetta
bendir sú staðreynd,, að hjónaskilnaðir hafa aukist í
réttu hlutfalli við útbreiðslu ryksugu, fægivéla og ann-
ara tækja, er störfum létta af konum.
Þetta eirðarleysi utan húss og innan, sem krefur sér