Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 12
110 Járnöld hin nýja. IÐUNN myndi [)a'ð verða að horfas.t í augu við hinn ægilegasta brauðskort árið 1930. Sjálft höfuð-næringarefni mann- kynsins myndi hvergi nærri hrökkva við þörfum þess. ,Spá hans hefir ræzt á þá leið, að aldrei svo menn viti hafa verið til önnur eins ókjör af óseldu korni eins og einmitt 1930. Heilar þjóðir eru í öngum sínum af því, að enginn fæst til að borða kornið þeirra. Og korni er brent! Milljónir sekkja af sjálfu höfuð-næringarefni lífsins er nú að eins virði eldiviðargildis síns á markað- inum. Framleiðslan hefir margfaldast við áburðarvinslu og aðrar vélrænar athafnir, er varða jarðyrkju. Járn- ■öldin mikla hefir reynst örlátari en spekingarnir dirfð- ust að láta sig gruna. Að vísu hefir árið 1930 orðið eitt hið mesta hallærisár, er sögur fara af. En ekki sakir skorts, heldur sakir auðlegðar, sem stífluð var í rás sinni til neytandans. Milljóndr hafa soltið, ei'ns og Croo- kes hélt fram. Að eins hafði liann ekki gert ráð fyrir, að menn yltu út af úr hor fyrir fullum kornhlöðum. Þegar alt kemur til alls, þarf nú ekki orðið nema eitthvað 40«/o vinnandi manna til þess að framleiða til allra þa.rfa, allrar neyzlu. Hitt gengur, eins og nú standa sakir, til þess að framleiða yfrummagn, óhófs- varning og endurnýjun og útfærslu tækja og véla — raunverulegt auðmagn. Vélaöldin er því framar öllu öðru öld allsnægtanna, — tímabil þess, er búskapur jarðarbúa færðist í konunglega rausn. Frumhvatir manna, eins og næringarhvöt og kynhvöt, þurfa ekki framar að verða upphaf og endimark lífsbaráttunnar. Þær þurfa ekki lengur að standa eins og hungraðir beiningamenn fyrir lokuðum dyrurn, né dragnasit eftir afvegum, sem dýrsleg fákunnátta á eðli umhverfis ,sins markaði þeim fyrrum, ásamt siðakerfi, sem vaxið var upp úr afkáralegum vinnubrögðum. Möguleikinn til

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.