Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 13
IÐUNN Járnöld hin nýja. 111 fyrirhafnarlítillar fuillnægju þessara þarfa er þegar fyrir hendi, en að því skapi sem í það horf færist, hætta þæir að vera drottnandi þarfir, en öðrum skýtur í framsýn, þeim þörfum, sem einkenna manninn sem viti gædda máttuga veru, sem drottnanda jarðarinnar og smiðsmna eigin örlaga. Að vera „maður með mönnum“ birtist jafnan sem fyrsta og sterkasta innri þörfin, þá er lokið erfullnægju líkamsþarfanna. En fljótt á litið virðist þessi þörf fyrir viðurkenningu, mikiivægiskend og sjálfsgildii eiga tals- vert örðugt uppdráttar. Því að járnöld hin nýja er framiar öllu öðru öld hinna stóru talna og hins geypi- lega magns. Þar fatast auganu sýn og huganum grein- ing. Einstaklingurinn verður dvergsmár í milljóninm. ómerkilegur og engisvirði, þar sem dagsverki hans er hlandað saman við vinnu þúsunda. 1 stórborginni sekk- ur meðalmaðurinn miskunnarlaust í ókynni múgsins, hvort sem hann er bjargálna eða öreigi. I þröng borgar- innar er ekkert héraðsblað, sem haldi afrekum smákaup- mannsins á lofti, eins og títt er á útjöðrum manna- bygða. Þar er ekki einu sinni neitt bæjarslúður, sem kitli sjálfsvitund hans með því að halda löstum hans til haga. Þetta er það sem rnenn sakna, þegar þeir eru að hjala um það, hve einstæðistilfinningin sé áleitin og sár í fjölmenni. Einstaklingnum finst hann ómerki- legur og smár í mergðinni, og hann hefir ekkert al- menningsálit að styðjast við, enga héraðsfrægð eða grannakynni til þess að manna sig upp gegn afglöpum og freistingum. Oft er alveg grátbroslegt að sjá, hvernig borgarbúinn reynir að sigrast á ókynninu, nafnleysinu, sjálfstýnslunni. Burgeisinn er hávær og gefur digurt

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.