Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 14
112 Járnöld hin nýja. IÐUNN pjórfé á gildaskála fyrir [)aö eitt að vera merkileg perséna í vitund ókunnugs pjónis eitt andartak. Viðlíka brellum beitir verkamaðurinn í samskiftum við stéttarbræður sína. Jafnvel það að geta drukkið meira eða barist hraustlegar í götuóeirðum er honuro vopn í þessari baráttu einstaklingsins gegn ókynniinu. Af sömu rótum er runninn hinn ótölulegi grúi félaga, sem jafnan rís upp á fjölmennissvæðum. Félögin berj- ast fyrir alls konar umbótum og hugsjónum, að sjálfs sín sögn. Og á fjöiimennissvæðunum vinna þau oft allmikið gagn. En stundum ber það við, að félagsstarf- semin er flutt yfir á fámennissvæði, þar sem hugsjóna- baráttunnar væri að visu engu síður þörf. En þar ber það einatt við, að starfsemin veslast upp og verður að apaskap og prjáli, án þess þó að strjálbýli eða örðug- leikar sé þess beint valdandi. Orsökin er þessi: Mikill hluti þessarar hneigðar að stofna félög er viðleitni til þess að draga kynnishring svo þröngan, að einstakling- urinn geti verið maður með mönnum, þektur, metinn að einhverju, eigi kost þess að láta til sín taka í hópi, sem svo er fámennur, að Jiess gætir að einhverju. Félagshneigð borgarbúans er ókynnisvörn. Vélaöidin hefir búið honum skilyrði til fyllra og glæsilegra lifs, meiri ræktar við persónuleik sinn og hæfileika. En jafn- framí hefir hún fært aJt lífsumhverfi hans í álagaharn hinna stóru talna, þar sem einstaklingurinn kafnar i mergðinni, og gætt hann drottinvaldi yfir svo mikilli orku, að hann varð dvergur hjá sínum eigin verkum, Hún hefir að sönnu kæft í honum þá úrræðasemi hins frumstæða manns, sern ólst á því að hrjótast í gegn uim smá-torfærur hins daglega lífs. Hún tekur fáa eiginleika hvers einstakiings í þjónustu sína, en nýtir þá að því skapi betur. Hún skiftir verkum. Alt af verða

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.