Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 15
'Iðunn Jámöld hin nýja. i 113 þeir færri og færri, sem sagt geta með fulium sanni; Löngum var ég læknir rninn, iögfræðingur, prestur; smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. — Það er ekki tilviljun, aö höf. |>essarar vísu var land- nerni í stóru landi með ótæmandi möguleika. Við engin önnur skilyrði gat hún orðið til. Hann var að visu kot- ungsbarn héðan að heiman, þar sem lífið var frum- stætt og reyndi á úrræðasemina sakir þess, hve lítil hjálpargögn athafnalíf manna átti við að styðjast. En þó er engu líkara en að vitsmunum hans hafi vaxið ásmegin við takmarkalaust víðerni og ósnortna frjó- semd þessa lamds, er hann kaus sér til ídvalar. En úrræðasemi mannsins og skapandi máttur á nú óvíða fyrir hönduim þá möguleika, sem ónumin og víðáttu- mikil lönd geta veitt. Víðáttan liefir verið hamin, tor- færum rutt úr vegi. Iðnaðarframleiðslan leggur það nú tilbúið á borð mannanna, sem hyggjuvit einstaklings- ins og nýtni skóp áður á löngum tíma og mteð ærinni fyrirhöfn. — Og það er ekki til nokkurs skapaðs hlutar að ætla sér að endurvekja slík störf og vinnuaðferðir. Það er sú firra, sem óvinir járnaldar hafa leitast við að gera hér á landi. Um leið og þessi störf hætta að vera einfaldasta ráðið til þess að fulllnægja lífsþörfum hiannanna, missa þau tökin á hugunum. Þetta hefir viðtæk menningarleg áhrif. Jafnvel skemtanir manna taka breytingumi við þetta. Þær verða ekki lengur fóilgnar í því að skapa og njóta þess, sem skapað er. Þaer hníga í þá átt að njóta þess, er aðrir skapa. Ekki skemta sér við eitthvað, heldur kaupa skemtun af öðr- um, annað hvort með því að horfa á athafnir þeirra eða kaupa verk þeirra. Jafnvel barnið í borginni myndi verða að aumingja, ef það ætti að bjargast við þau leikföng, er sveitabarninu nægja, þ. e. þau, er það aflar

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.