Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 16

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 16
114 Járnöld hin nýja. IÐUNN sér sjálft. Þau hrökkva að eins þar, sem landrými er nóg og kyrð í háttum. Svo langt nær jressi úrræðasemi sveitabarnsins, að ég hefi séð litla allslausa telipu Leika sér að Jjví að hafa spor sín í snjó fyrir kindur ssnar. Hún fór í kringunx hópinn, stuggaði við honum og hélt honum til beitar og gladdist mjög af jxví, að hópurinn fór vaxandi hvert sinn, er hún hreyfði sig. Þetta getur ekkert borgarbarn. Hvergi í víðri veröld verður séð eins Ijóst dæmi jiessa eins og með því að ganga spottann, sem liggur frá hinu forna Rómatorgi í Rómaborg, — Forum Romanum — og til Colosseum, — hins stóra leikhúss frá kvöldtímabili ríkisins. Forum Romanum var sam- komustaður og skemtistaður rómverskra borgara og aljjýðu, á meðan jijóðlífið var enn |)á frumstætt og stéttamunurinn minni en síðar varð. Skemtunin var ekki önnur en sú, er menn lögðu til sjálfir, viðræður, kapp- ræður, hugleiðingar um hag og stjórn ríkisins. Colos- seum er leikhúsið, báknið, sem bygt var til jjess að hafa ofan af fyrir lýðnum, öreigunum, þegar stétta- skiftingin var kom,in i algleyming, þar sem stórborgar- búinn gat keypt sér eða snýkt sér, gegn atkvæði sínu, afþreyingu fyrir þreyttar taugar sínar. Vinnuskiftingin var komin á, lífið orðið vélrænt í sniðum. Að eins var það vinnuorka þræla, sem þá kom í stað véla. Og jietta varð úrræðið, sem menn fundu til jiess að halda í skefjum hinni óvirku starfsorku. Og hér er þá komið að kjarna þessa máls. Oss hættir til að líta á jiað, sem mist er, en ekki hitt, hvað unnist hefir, — geyma í huga heilladráttu þess lífs, sem heyrir fortíðinni til, en gLeyma möguleikum hins nýja, sem yfir oss er komið. Athafnaleysi þúsunda, jafnvel millj- óna, örbirgð, eirðarleysi, andlegt hungur, eru miskunn-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.