Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Qupperneq 20
118
Slitur um íslenzka höfunda.
IÐUNN
og æstra tilfinninga eða staddir í [iví umhverfi, sem
ástríðurnar hafa fylt af dramatiskum krafti. Pegar
sagt er frá Njálsbrennu, þá er frásagnarefnið fyrst og
fremst glóandi hatrið og taumleysi ástríbanna. En í
höndunum á höfundi Njálu verður frásögnin tíguleg,.
máttug og tregðurík. Höfundurinn hrífst aldrei með af
gegndarleysi tilfinninganna, bráðnar ekkert undan hit-
anum frá bálinu. Ekki svo að skilja, að frásögnin sé
samúðarlaus né köld. En lesandinn finnur, að höfund-
urinn stendur utan við og fyrir ofan atburðina. Hann
er búinn að hugleiða og melta þá. Og inn í hug manna,
hundruðum ára seinna, Læðist sjálfur straumur lífs-
skilnings höfundarins — virðingin fyrir tign og mætti
örlaganna.
Til eru þeir kaflar í Gnettlu og Gísla sögu Súrssonar,
er manni finst engir hafa getað skrifað nema Æsir —
höfundarnir skilja svo til hlítar sögupersónurnar, unna
þeim sem börnum, horfa fagnandi á leik þeirra, finna
til með sorg þeirra, en láta þó aldrei sjónhverfingar að-
dáunarinnar eða andúðarinnar villa sér sýn. Yfir brá
höfundanna hvílir ský þunglyndisins yfir fálmii mann-
legrar sálar, og án þess skýs fáum vér ekki bugsað osS
Óðin.
Jafnan er talað á þá leið, að sagnaritun Íslendinga
hafi verið tekin að spillast um það leyti, sem Forn-
aldarsögur Norðurlanda eru skráðar eða verða til.
Samt ber ekki lítið á þessu einkenni |rar sums staðar.
Örvar-Oddssaga er rituð af vitrum mamy. Æfintýri
Odds eru ekki tilviljanir. Sá, sem leiðir Odd' í gegnum
atburðina alla frá Bjarmalandi, þar sem ólgandi of-
stopinn berst við tröll og forynjur, og út á mörkina,
þar 'sem Næframaður leitar að sjálfum sér í einverunni,
hefir einhvern tíina verið leiður á heimskum mönnum