Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 21

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 21
iðunn Slitur um íslenzka höfunda. 119 og fánýtum dygðum. Og steinþróin, |)ar sem Oddur hvílir í Berurjóðri, er sígild táknmynd þess sannleiika, að enginn fær sál sína flúið, þótt öll lönd hieims- kringlunnar séu lögð undir fót. Og Jró er markverðasta einkennið petta, að höfundurinn stendur fyrir ofan og utan. Ástríður Odds eru hians ástriður, en þær hafa þegar verið í deiglunni, skapið er sýrt íhugun, hitasótt. barnasjúkdómanna er um garð gengin. II. Þótt mér þyki ávalt hentugt fyrir sálarheill mína að* hafa fornsögurnar við höndina, |rá er pó sérstök ástæða til þess, að ég hefi þráð þær undanfarna daga. Ég fæ ekki losað úr huga mér áhrifin af einnar nætur setu tyrir skömmu yfir kvæðabók Davíðs Stefánssonar. Þetta ®r hinn rnesti galdramaður. Og ég þrái svaladrykk eftir svæluna við seiðinn. Enginn maður særir fram aðrar éins kynjamyndir á tungu vorri eins og Davíð, enginn 'ýsir eins margbreytilegum skapsmunum, enginn fremur ahnað eins ofbeldi á sjálfum sér við að breyta dutl- uhgum í ástríðu. Hann hefir ort mörg kvæði, sem að- fögrum [)okka og mýkt standa ef til vill flestu framar a islenzku, en samt verður ekki komist undan að segja, að hitasóttin sé aðaleinkenni kveðskaparins. Jafnvel í »hetjukvæðum“ hans kennir ástríðuhrópanna meira en afls og þunga. Davíð Stefánsson þjáist svo oft af sálar- luugnabólgu á níunda degi. Hann er i stöðugri andlegri hfshættu staddur í hræðilegum krisis hitasóttarinnar.. Væri ég læknir hans, myndi ég ráðleggja honurn þrjá. &hamta af Stephani G. á dag. Vitaskuld skal við það kannast, að þetta er einhliða öóniur um þennan hæfileikaríka Ijóðamann, en hann ar samt réttur, það sem hann nær. Og hvað sem því.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.