Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Qupperneq 26
124
Slilur um íslenzka höfunda.
IÐUNM
öllu sálfræðilega rangt, en hins vegar frábærilega
áhrifamikið og dramattskt. 1 stað ]>ess, sem eðlilegt
hefði mátt virðast, að öll umhugsun um ástamál hefði
viðnámslaust hörfað undan hungrinu inn í skúmaskot
sálarlífsins, ])á er ástamálunum teflt látlaust fram og,
frá Höllu hálfu, á hinn grimmilegasta hátt.
Réttlætingin á hugarástandi Höllu á að vera í því
fólgin, að henni hafi sjálfri verið þann veg háttað, að
hún fékk ekki greint í sundur ást sína og sál sina,
Ástin hafi verið sú meginhvöt, sem hafi haldið lind
sálar hennar opinni, Og sökum þess, að höfundurinn
finnur, hvað þetta er áhrifamikil hugsun og vel fallin
til pess að vekja bergunál í hugum áhorfendanna, ])á
heldur hann henni líka svo til streitu, að hann hrekur
það sjálfur, sem hann hefir ætlað sér að segja með
þættinum,. Því að |>að er ekki hungrið, sem sigrar ást
Höllu. Þegar hún sannfærist um, að ást sín sé sloknuö
eða öllu heldur: þegar hún gat ekki lengur „varð-
veitt trúna á ástina hjá sjálfri sér“, eins og hún kemst
að orði ])á vill hún ekki lifa iengur. Það er ekki
hungrið, sem vekur hugsunina eða sviftir hana lífs-
lönguninni, enda er slíkt vart hugsanlegt, meðan fjörið
er jafn ódofið eins og er um þau bæði í kofanum. Því
fer svo fjarri, að hungrið hafi sigrað í taflinu við ást-
ina, að Halla er látin ganga út í hridina sökum pess
skilnings, nd líf henmtr án ástar sé marklaust og
einskisvirdi.
Þessu kann að mega svara með því, að það sé
hungrið, sem hrakið hafi á brott ástina úr huga Höllu,
og á þann hátt hafi það sigrað. En það svar er ófull-
nægjandi sökum þess, að hungrið nær ekki valdi á
huga hennar í ástarinnar stað. Hún gengur blátt áfram