Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 27
IÐUNN
Slitur um islenzka höfunda.
125
út í hríðina af því, að tómfeiki lífsins er orðinn svo
mikill, ab það er einskisvirði framar.
Þessar athugasiemdir um þennan frægasta þátt í ís-
lenzku leikriti eru vitaskuld ekki nema brot af því,
sem um hann er að segja; en á þetta hefir eingöngu
verið bent í því skyni að vekja athygli á upptökuni
sérstakrar tilhneigingar í bókmentum Islendinga —
tilhneigingarinnar til þess að vekja magnmikil áhrif
með taumlitlum aðferðum. Menn hafa haft alt of mikiö
dálæti á hamslausum tilhneigingum og tröllauknum. í
Ijóðunum flóir alt út af í þessu efni, og margir mark-
verðir rithöfundar óbundins máls hafa einnig leiðst út
í megnustu gönur í þessu efni. Guðmundur Kamban
siglir í kjölfarið með Höddu-Pöddu, en eins og vænta
mátti komst svo gáfaður maður bráðlega undan áhrif-
únum og fann sínar eigin, farsælli leiðir. Guðmundur
Hagalín hefir sýnilega einnig áttað sig eftir barnalegan
bcegslagang, t. d. i Brennumönnum. Smásögur hans
Ýmisar á siðari tímum bera vott um mjög mikið næmari
dómgreind, og fimi hans með hin léttari vopn er ekki
sanxan berandi við aðfarir hans með gaddakylfuna.
Árborg, Man. 5. febrúar 1931.
Ragnar E. Kvaran.