Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 29

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 29
(IÐUNN Liðsauki. 127 þegar þungu vagnarnir hlunkast yfir ójöfnurnar. Pað er líkast því, að verið sé að renna akkerisfesti inn í eyrun á manni. Á götunum, þar sem mönnum er ætlað ■að ganga, renna bílar mjúkt og hljóðlaust um fágað malbikið, eins og stássmey yfir gljáandi danzgólf, þar eru ískrauthýsi og skemtigarðar, kirkjur, troðfullar af guðsorði og góðum borgurum, sólskin, speglar ogskart- gripir, sem kosta meira en heil hjágata, rafmagnsaug- lýsingar og stór líkön af þeim, sem hafa fundið upp hjágöturnar og grætt of fjár á þeim. Þeir eiga stóru klettana og alt, sem þar er búið til, og börnin þeirra þurfa ekki að fara inn á neinar hjágötur, heldur geta setið á gildastéttunuim og baðað sig utan og innian í sólskini breiðra stræta og þresiktra þrúgna. Uppfundningamenn hjágatnanna hafa líka látið reisrf faliegu kirkjurnar og keypt sér i þær presta, ssm geta talað. Prestarnir segja góðu borgurunum, að djöfullinn ðafi fundið upp hjágöturnar, og ef þeir haldi sér ekki á mottunni, verðd þeir reknir þangað. Á kvöldin fara kletlaeigendurnir, konur þeirra og börn í leikhúsin og á skemitistaðina og eyða sem svarar nokkrum tonnum -af hjágatnagrjóti og drekka niðursoðið sólskin fyrir aokkra lítra af blóði klettabúanna. Eftir hádegi daginn 'Cftir fara þeir á fætur og aka í 'fallegu bílunum sinurn t*m gljáandi malbikið. Feðurnir ganga inn í kauphöllina °g láta skrifa þar nokkra tölustiafi, og inn í ráðhúsið <5g þinghúsið og segja þar nokkur orð. En þetta eru galdrastafir og töfraorð, því óðar spretta upp nýjar hjágötur og nýtt blóði í istaðinn fyrir það, sem eytt var * gærkveldi á skemtistöðunum.. Börn ]>eirra sitja á gildastéttunum og ræða um tilgang lífsins; kvikmyndir °g hneykslissögur, og konur þeirra kaupa nauðþurftir sínar í ‘búðunum, sem auglýsa imeð rafkrafti á kvöld-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.