Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 33

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 33
IÐUNN Liðsauki. 131: 3. Og nú hafði Schulze gamli fundið mann. En ekki var hann enn J)á orðinn svo að sér af reynslu hinna fyrri finninga, að hann vissi, hvað hann ætti að gera við hann. Og þó var þetta reglulegur maður, fæddur og ’uppalinn í grendinni við Kurfúrstendamm, sonur kaup- manns, sem hafði verið heppinn í kauphallarpókernum, kunnur gildastéttum og danzsölum og vanur lönguni morgunsvefni. Og svo fann Schulze gamli þennan snyrtimann skítugan og sofandi undir ábreiðunni í öl- vagni sínum, lengst norður í verksmiðjuhverfi borgar- innar. Þegar hann var búinn að ýta við honum og spyrja hann upp á berlínsku, hvort hann hefði verið baðaður úr of heitu, þegar hann var barn, og fengið á mjög mentaðri þýzku, sem hann naumast skildi, sund- urlausa iskýringu á verðbréfahruni, sjálfsmorði með íílabeinsfeldum skammhlieypingi, þrotabúi og geðveikri móður, heimilisleysi og hungri, truttaði hann á Mettu °g ók t>essu dýrmæta æki heirn til sín, keypti nokkur bjúgu og bjór og tróð því í manninn. Síðan fór hann á knæpu sína, drakk sinn venjulega mæli af bjór, en forðaðist að geta um fund sinn við félaga sína; þeir böfðu ekki reynst honum svo ráðhollir síðast. Von Haase, svo hét fundurinn, hafðist mest við inn- húss hjá Schulze fyrstu dagana, en þegar hann fór að hressast, leitaði hann út á götuna og inn á knæpurn- ar- Það var auðvelt fyrir jafn-velklætt tvítugt ungmenni að komast í kynni við knæpugestina, og það var jafn- auðvelt fyrir þá að koma gullúrinu hans yfir á hornið til fsaks, og fyrir það fengust margir bjórar. Þeir iótu það jafnvel eftir honum að kaupa kampavín og kalla sig „von“, en þegar peningarnir fyrir úrið voru lmotnir, gaf einn knæpuhrottinn honum velmeinta á-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.