Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 35
IÐUNN Liðsauki. 133 stólinn kvöldið, sem Franz sagði honum, að þau Ida væru trúlofuð. Hann hafði aldrei skilið, að það borgaði sig að kvænast í hjágötu, það leiddi venjuLega til meiri bjórdrykkju og dvalar í tígulsteinahúsunum í Tegel. Það stóð einhvern veginn svoleiðis á því, að flestir fangarnir þar voru heimilisfeður úr Neukölln og öðrum slíkum hjágatnahverfum. Hann stakk þess vegna upp á því í grandaleysi við Franz, að hann fengi sér heldur tneri, og var ekki frá því að láta hann hafa Mettu gömlu. En frækorn hinnar fáguðu vesturborgar var í Franz; hann neitaði þessu göfuga tilboði. Franz og Ida ætluðu að giftast, þrátt fyrir allar lífs- skoðanir og efnaleysi. Þau voru ung og sterk, kunnu að synda og danza, og kossar þeirra voru heitir eins og sólargeislar vesturborgarinnar. Franz fór að sætta sig við brauðgerðina, hann varð dugiegur að vinna og safnaði nokkrum skildingum á viku, sem hann geymdi trúlega og ætlaði til búskapar- ins. ida og hann sátu á kvöldin hjá Schulze gamla og ^eistu fyrir framan hann himinháar framtíðarhallir um ■dálitla grænmetisverzlun og önnur fyrirtæki. Schulze gaanla fanst það svo undarlegt að sjá þau svona ham- Jngjusöm, bara af því að vera saman, að hann varð að Fölva þrisvar með sjálfum sér til þess að láta ekki sjá a sér einhver geðbrigði, sem væru ósamboðin gömlum ^jórekli, og þegar Ida strauk honum um bjórkjammana °g kallaði hann tengdapabba sinn, rauk hann rausandi a dyr, staulaðist út í hesthúsið og lét aukahnefa af höfrutm í .stallinn hjá Mettu. En svo rak hann hnefann í tendina á henni til þess að láta hana skilja, að hann ekki að hygla henni, heldur væri hún svo græn- horuð og grábölvuð, að hann mætti til með að henda Þessu í hana. ■ðunn XV. 9

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.