Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 36

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 36
134 Liðsauki. IÐUNN En ef Franz og Ida hafa hugsað, að peim kæmi ekki vesturborgin við, eða að hjágata þeirra væri undanþeg- in áhrifum hennar, þá voru þau illa svikin. Armur auð- valdsins nær yfir alla jörðina, og fingur þess eru langir. Tölur kauphallarinnar hafa pann eiginleika, að þær ])ýða sitt hvað, eftir pvi hvernig þeim er raðað. Þær geta haft þá þýðingu, að brauðgerðarmenn i hjágötun- um verði að segja upp sveinum sínum og verksmiðjur reki 300 stúlkur út á götuna á einni viku. Orð þing- hússins eru kölluð lög á máli auðvaldsins, en boðorð af klerkum þess; svo er búinn til úr þessu orðskviður, sem hljóðar svona: Til þess eru lög, að boðorð séu haldin. Og þessu er spýtt undir skítugt skinnið á dýrumum í hjágötunum, eins og þegar fé er bólusett við bráðapest. Dugi ekki innspýtingin, þá láta veltilbúnir lögregluþjón- ar skammhleypinga sína segja tjú-tjú, og þá fara ó- þekkir öreigar til helvítis. En Franz og Ida vildu giftast, og Franz, sem var ættaður að vestan, vildi hafa brullaup og bjóða félög- um sínum. Hann hafði enga atvinnu haft í mánuð, og Jda ekki í hálfan mánuð. Franz talaði um, hvernig brullaupinu skyldi haga, hvað ætti að borða og d'rekka og hverjir ættu að vera boðsgestir. Ida var á móti öllu þessu ráðabruggi, hún var hjágötubarn og séð í fjár- málum. Hvaðan hefir þú peninga, atvinnuleysinginn ? gat hún spurt, og það var ósmekklega sagt af tilvon- andi brúðtir. Franz þreifaði í tóma vasa sína og hló aumingjalega eins og votur rakki, þegar hann fann þar ekkert. Ungu hjónaefnin gengu allan daginn milli for- stjóra verksimiðjanna og annara, sem deildu út brauð- inu í hjágötunni, eftir forskriftum mannanna í vestur- borginni. En þau höfðu ekki verið skráð á finningar-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.