Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 41

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 41
IÐUNN Liðsauki. 139 Franz heyrði þetta eins og fjarlægan söng. Hún hafði ]>á ekki — — Ida! hann vafði hana að sér, Ida, á morgun skal ég útvega okkur peninga, svo við getum byrjað að lifa. Hún hneig máttlaus í fang honum. Pað er gott, sagði hún deyflulega; hún var svo svöng og þreytt, að hún :gat ekki hugsað. Morguninn eftir hvarf Franz. Hann hélt rakleitt að litlu pósthúsi í jaðri vesturborgarinnar og gekk par inn. — Fáðu mér sjóðinn, sagði Franz, fölur og ákveðinn, 'Og snart ennið á póstþjóninum með skammbyssuhlaup- rnu. Augnabliki síðar steig hann upp í sporvagn með 200 mörk í vasanum. En nú skeður aftur hið undarlega: Peningar höfðu týnst. Nú' er af nýju stutt á hnapp í ivesturborginni, og spánnýir lögregluþjónar, fagrir eins og tinsoldátar, streyma út yfir borgina, alla leið inn í hjágötuna til hans Schulze gamla, og taka þar seinasta fundinn hans, hann Franz, og á honum 200 mörkin. Síðan var ekið uPp á Alexanderplatz. Schulze gamli urrar ónotalega að lögregluþjónunum. Hann er í illu skapi, og nú hefir hann ekki einu sinni Mettu til að láta það bitna á, en hann lofar því hátíö- ^ga, að hann skuli aldrei framar hirða neitt, sem hann finnur á götu sinni.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.