Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 43

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 43
IÐUNN Sólbvörf. 141i Birtir yfir bragaþuii, bálast sjónir, örvast lund. Skáldi verður létt að ljóða landsins óð um vordagsstund. Fegurð hann við hönd sér leiðir, honum sýnir drottins verk. Alda lifsins um hann streymir eilíf, hrein og djúp og sterk. Bjart er yfir hug og hjarta, hold og andi njóta jafnt. Sækja menn í sólarheima, sumir langt, en aðrir skamt. Öllum finst þeir ættar sömu, örmum vafðir föðurlands; ijós, semi bindur blóm við steina, byggir skyldleik dýrs og manns. Birtan opnar skálkaskjólin, skuggahverfin lýsir sól. Myrkravættir kyngikrafta kikna undir Ijóssins stól. Skugga-elskar holdsins hvatir hömum skifta’ í faðmi ljóss, eins og sig úr læðing leysir lind — og snýr til sævaróss. Bjartra daga litaljómi litkar alla hugsun manns. Grænna valla vordagsblómi vaggar þrám vors föðurlands. Bjartra fossa hreystihróður hljómar inst í þjóðarsál.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.