Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 56
154 Gróðinn af nýlendunum. iðunn nauðungarvinnu. Þrælaveiðar Evrópumanna í Asíu og Afríku á 17. og 18. öld urðu hvorttveggja í s.enn: upp- liaf öreigastéttarinnar í nýlendunum og upjihaf ný' lendu-auðæfa Evrópu. Þrælasalan var afnumin á 19. öld — að forminu til. En sú félagslega ringulreið, sem præiahaldið olli meðal nýlenduþjóðanna, hvarf ekki ,meö afnámi þess. Plantekru-verkalýðuriinn nú á dögun) er að grunnstofni til sögulegur arfur frá tímum þræla- haldsinsu Og þetta framferði — að afla sér vinnukrafts fyrir beina þvingun, er engan veginn úr sögunnii enn, þrátt fyrir afnám þrælahaldsins að nafninu til. Svo aö segja um allan nýlenduheiminn á sér stað þann dag í dag víðfeðmt og jafnvel lögbundið kerfi siíkrar nauð- ungarvinnu. í Evrópu fara litlar opinberar fregnir af þessu ný- tízku þrælahaldi. Alþjóðlega vinnumálaskrifstofan í Genf gaf út í fyrra opinbera skýrslu um þessa áþjánar- vinnu. Úr ýms-um áttum hefir skýrsla þessi mætt þeirri gagnrýni, að hún gefi alt of bjarta rnynd af ástandinu eins og það er nú. Skýrslan var í öllum aðalatriðum bygð á upplýsingum frá nýlendustjórum stórveldanna. Það er ekki mikið vandaverk að afhjúpa veilur þessar- ar skýrslu, eftir frásögnum blaða og ýmsum fregnuni frá nýlendunum. Þrátt fyrir þetta verður að telja skýrslu þessa hið furðulegasta plagg, sem birtist heim- inum á árinu sem leið (1929). Áþjánarvinnan er sérstaklega illkynjuö meðal þjóð- flokka á frumrænu stigi, þar sem erfitt hefir reynst að ryðja á brott hinum gömlu félagsháttum og þjóðar- venjum og með því afla sér ódýrs vinnukrafts. Þetta á sér stað i Kongo, Kenya, Kamerun, nýlendum Frakka í Mið-Afríku og nýlendum Portugala. Opinber skýrsla um nauðungarvinniuna í irónsNUiU

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.