Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 58
156
Gróðinn af nýlendunum.
iðunn
arvinna leitt til víðgreindra uppreisnarhreyfinga. Frá
nyrzta landshlutanum, Tonkin, var verkafólki boðið út
til vinnu á plantekrunum' í siuðlægari héruðum eða til
eyjanna í Kyrrahafi. Fyrir hér um bil tveim ánum brauzt
hatrið gegn þessari vinnuþvingun út með þeim hætti,
að höfuðsmalinn, franskur maður að nafni Bazin, var
tekinn og drepinn. 76 innlendir „byltingarmenn" voru
dæmdir til strangrar refsivinnu fyrir þetta morð. — í
febrúar í fyrra (1930) varð aftur uppreisn í Tonkin. Og
að þessu sinni birtist nýtt tákn tímanna i frelsisbaráttu
Indo-Kina. Herliðið í Yen-Bay í Tonkin tók virkan þátt
í uppreisninni með þjóðinni, en móti frönskum yfi'r-
ráðum.
Hér í Evrópu er því alment trúað, að nú á dögurn
þekkist ekki lengur það villimanna-atferli, s<em áður
fyrri tíðkaðist gagnvart nýlenduþjóðum. Vér gerðunt
rétt í að losa oss við þess konar mannúðarhugmyndir
sem allra fyrst. Þær eru blekking ein.
Það er enn fremur almenn skoðun, að hinn ödýri
vinnukraftur í nýlendunuim, sem er meginstoðin undir
nýlendugróðanum, eigi sér rætur í staðbundnum nátt-
úruskilyrðum og þjóðháttum. Vér verðum að kasta
einnig þessari skoðun fyrir borð. Evrópumenn hafa
sjálfir skapað þessi skilyrði, og þeir gerðu það oftast
með báli og brandi.
Leyndardómurinn um nýlendugróðann og þau geysi-
legu auðæfi, sem Evrópumenn hafa safnað þar ytra,
birtist nú fyrir augum vorum í nöktum einfaldleik. Ný'
lendu-auðæfin eru ávöxtur aldalangrar kúgunar og
hryllilegra ofbeldisverka. Það drýpur blóð af hverjum
peningi þess arðs, sem streymir árlega til Evrópu frá
nýlendunum.