Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 62

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 62
IÐUNISE Um Kristofer Uppdal. Kristofer Uppdal er einn af merkustu rithöfundum Norð- manna. Hann fæddist árið 1878. Faðir hans var bóndi í Norður-Þrændalögum og síðan ökumaður í smábæ einum norður par. Uppdal kyntist snemma lífi verkamanna þeirra,. sem vinna við vegagerð, járnbrautarlagningar, námagröft. og fleiri þess háttar störf. Eru þeir lítt við einn stað bundnir, en flakka sveit úr sveit og grípa grísinn þar sem hann gefst. Norðmenn kalla slíka verkamenn „rallara". Þykja rallararnir eyðslusamir og hneigðir til óreglu og jafnvel óeirða, en um leið hafa þeir orð á sér fyrir hjálp- semi og samheldni — og heiður þykir þeim að vinna vel og rösklega. Merkasta verk Kristofers Uppdals fjallar mjög um lif þessara manna. Er það tíu bindi og heitir „Dansen gjenom skuggeheimen". Segir þar nokkuð frá þeim breytingum í þjóðlífi og atvinnuháttum Norðmanna, er verða þess vald- andi, að bændasynirnir fara úr sveitunum og gerast rallar- ar. Fylgir svo höfundur þeim, unz þeir eru orðnir saman- þjappaður stjórnmálaflokkur og stórveldi í landinu. Hann sýnir oss sem sé för rótlausra, en þrótti þrunginna sveita- barna um skuggadal æstra, tryldra og frumrænna ástríðna og náttúruafla út á sólvelli meðvitundarinnar um eigin inátt og gildi og skipulagsbundinnar starfsemi fyrir framtíðar- heill allrar alþýðu. Dregur hann ekki fjöður yfir bresti og gönuskeið, hvorki verkamannanna sem einstaklinga né sem starfandi forsprakka í baráttunni, en alls staðar kemur þó fram víðsýni og skilningur á orsökum og afleiðingum hvers og eins og djörf, en dýrkeypt trú á möguleika og mátt alþýðunnar til aukins þroska. Mannlýsingar Uppdals eru oft snildarlegar og stórhríf- andi. Er stundum við þær eitthvað ferlegt, þar eð Uppdal hikar oft og tíðum ekki við að svifta menningargrímunni af andlitunum, svo að skín í loðnar dýrbíts-ásjónur og tindr- andi, blóðþyrst, en heillandi augu.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.