Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 73

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 73
IÐUNN Bylurinn. 171 gæía gæti orðið félögum hans örlaga])rung,in og steypt þeim í sömu glötunina og honum sjálfum. En nú eru helzt horfur á, að svo verði. Og honum dettur í hug, að hann hafi nú bætt við sig enn einni höfuðsyndimni, með pví að láta ógæfu sína verða félögum sínum að falli. Réttlætistilfinning hans gerir vart viið sig og kveður upp yfir honum áfellisdóm. Þá finnur hann ■alt í einu, að félagi hans kreistir hönd hans. Er á þenn- an hátt verið að boða honum pað, að gæfa Ramberns sé hans eigin ógæfu yfirsterkari og þess megnug að bjarga þeiim — já, að heill Ramberns sé svo happa- drjúg, að hún sé fær um að fleyta Skjöllögrinn, þrátt fyrir alt hans eymdarástand ? ÖUöv Skjöllögrinn liggur kyrr, heldur í hönd Ram- bern og reynir að sker|)a hugsunina. Nú ríður á að gera ekkert glappaskot. Ef þeir Rambern þoka sér þaðan, siem þeir duttu og verða viðskila við hina, þá er vonlaust að geta fundið þá aftur. En ef til vill hefir hann þegar fært sig eitthvað til ? Hann veit ekki, hvað fram hefir farið, og hvað hann hefir hafst að, síðan hann datt. Hann þreifar í kringum sig með þeirri hendinni, sem laus er — í þeirri von, að Dröbakken ag Jönnem séu ekki langt frá hionum. Hann finnur ekkert fyrir sér nema fönnina. En hann gefst ekki upp, heldur þuklar og þreifar í sífeliu í aliar áttir. Og loks vierður eitthvað fyrir honum, sem er hart viðkomu. Líklega mannshönd. En fingurnir á Skjö'llögrinn eru svo dofnir, að hann missir takið, og það, sem hann hafði náð í, finnur hann ekki aftur. En loks er þrifið fast í fálmandi höndina á honum og henni haldið eins og í skrúfstykki. Þungur líkami þokar sér að Þeim, Skjöllögrinn og Rambern, og veltir sér ofan á

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.