Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 74
172
Bylurinn.
iðunn
þá. Því naest er farið þuklandi hendi um andlit þeixn
til að vita, hverjir þeir eru.
Skjöllögrinn þykist strax vita, að þetta sé Dröbakken
og hann þreifar á honum og tekur yfir um hann
— og verður þess vísari, að hann er einn. Jönnem er
týndur.
Það er óimögulegt að standa uþþ. Þeir félagar halda
hver í annan og liggja kyrrir. Og ofviðrið haimast
yfir þeim og í kringum þá. Það er ekki til neins að
tala. Stormgnýrinn yfirgnæfir mannsröddina.
Það, sem drifið hefir á daga Skjöllögrinns upþ á
síðkastið, rennur nú alt í einu upp fyrir honum. Hann
sér brunarústirnar — og þær verða æ skýrari og
skýrari. Flækingarnir og verkamennirnir svífa honum
fyrir sjónir, einn af öðrum — eins og þeir komíi í ljós
í hækkandi og lækkandi gufunni af sjóðandi seiði.
Þeir lyftast og síga, lyftast og síga í síhvikri gufunni,
eins og þeir heyi nú þarna sína síðustu hildi. En alt af
skýtur þeim upp, og höfuðin koma í ljós. Hver dráttur í
andlitunum sést greinilega. Það skín í samanbitna tann-
garðana, og snöggir kippir fara um andlitin af vilja-
flogunum, sem halda þeim uppi.
Hann sér alla ferð sína frá brunarústunum og þangað,
sem hann er nú — sér hana ekki í samhengi, heldur í
brotum. Hugsanaþráðurinn dettur í sundur, og hugs-
anirnar koma ein og ein, rekast hver á aðra og fara í
smámola. Sú hugsun, sem oftast skýtur upp hjá honurn,
er spurning: Hvers vegna hefir hann verið látinn
líða alt, sem hann hefir liðið, úr því að þjáningin hefir
orðið árangurslaus, hefir ekki getað leitt hann að neinu
takmarki ?
Kuldinn frá öllum ísdjúpum fjallanna Jæsir sig
gegnum fötin á Skjöllögrinn, strýkur hann beran og