Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 75

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 75
IÐUNN Bylurinn. 173- nístir hann klakakramlum. Hann verður svo dofinn og tilfinningalaus, að ekki líður á löngu, áður en hann Wiissir tökin á þeim féiögum sínum. Án ]>ess að vera sér þess vitandi, sleppir hann Dröbakken, sem ligg- ör hálfur ofan á honum, og fer að leita í vasa sínum. Alt í einu hefir honum cLottið í hug snærisspotti. Hvar hafði hann fengið snærið? Líklega á einhverri bryggj- unni í bænum, sem brunnið hafði. Hann hafði fundið' í>ar svo margt gagnlegt. Jú; snærið er í vasa hans. Hann hafði ekki kastað þvi, eins og hann man þó, að. hann hafði einu sinni ætlað að gera. Snærið er svo langt, að hann getur bundið an.nan= handlegginn á sér við úlnliðinn á Dröbakken — og. hinn við úlnliðdnn á Rambern. Snærið er sterkt. Skjöllö- grinn treystir því, að það haldi — og geti því komið í V|eg fyrir, að þeir hrekist hver frá öðrum. Nú fer hann að þoka sér úr stað. Hinir verða þess. varir og fara að dæmi hans. Skjöllögrinn er eins og hann sé freðinn, svo ekki er seinna vænna um að hafa sig til vegar. Og það er eins og sami vilji eða sama. hugsunin stjórni þessari samtengdu kös af lifandi lim- Urn. Félagarnir þoka sér úr stað og fálma í allar áttir: i þeim vændum að finna þann, sem vantar í hópinn„ • • . En þeir finna hann ekki. Þeir hafa skíðin á fót- úuum og þau baga þá meira en lítið. Skjöllögrinn n0er sínum af sér og stingur þeim upp á endann í fönnina. Hinir fara að dæmi hans. Nú eiga ]>eir hægra um vik, þegar hlé verður á verstu byljunum. En Jönnem er ekki finnanlegur. Skjöllögrinn dettur í hug, Jönnem hljóti að hafa steypst fram af hengju. Óljóst man Öllöv Skjöllögrinn eftir því, að þeir voru aö halda upp brekku, þegar hvassviðrið skildi þá að„ Hann er nú orðinn áttaviltur. Brattinn leiðbeinir honum

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.