Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 76

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 76
174 Bylurinn. IÐUNN — en svo er hann ruglaður, að honurn finst helzt, að rétta leiðin sé undan brekkunni. En hann ueit, að hann á að halda upp á móti. Og svo streitast þeir áfram upp brattann. Þeir þykjast vita, að þeir muni ekki finna Jönneni, nema þá af hreinustu slembilukku. Og þeim er það Ijóst, að þeir mega ekki doka lengur við. Þeir verða að hreyfa sig og þoka sér áfram, ef kuldinn á ekki að gera út af við þá. Skyndilega verður einn skíðastafurinn fyrir Sjugur Rambern. Með því að styðja sig við stafinn, getur hann staulast á fætur og imjakað sér uppréttum. Hinum tekst líka að ikomast á fætur og þeir knýja sig áfram í kafþykkum byl og kolsvörtu náttmyrkri. Stundum fleygir stormurinn þeim til hliðar eða hrindir þeinr aftur á bak. Og snærið skerst inn í handleggina á þeim. Skjöllögrinn gerir sér grein fyrir því, að það var þjóðráð að binda þá saman. Fyrir bragðið verða þeir ekki viðskila. Þeir finna, að nú er ekki lengur á fótinn. Þeir eru komnir upp á brekkuna. Og versta storminn hefir víst lægt. En enn þá er ])ó svo hvast, að þeir verða að hnipra sig í hnút, þegar þoturnar ríða á. Þeir eru von- lausir um að komast í sæluhúskofann á miðheiðinni því hvernig i óisköpunum eiga þeir að finna hann! En það er eins og einhver innri rödd hvísli því að þeim. að þeir verði að ganga og ganga án afláts, unz birtir af degi. Ef til vill sjá þeir eitthvað frá sér, þegar bjart er orðið — og ef til viil lægir veðrið. Brátt kemur þar, að þeir vita ekki lengur af sér. Það er eins og þeir gangi í svefni. öðru hvoru rykkir einhver þeirra í snærið, svo það skerst inn í hand' leggina á þeim — og þá ranka þeir við sér í bib- Svo kemur sama leiðslan yfir þá, og joeir dragnast

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.