Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 86
184
Ferðaminningar.
iðunn
hólmi og heyra, hvernig þeir segja já, þegar maður trú-
ir þeim fyrir því, að Stokkhólmur beri af flestum öðr-
um bæjum, sem maður hafi séð. Þeir eru hvorki montn-
ir né vælandi af ættjarðarást, en [>eir eru stoltir eins og
menn af j>ví, sem I>eim er meira virði en flest annað,
höfuðstað sínum. Um hann tala [>eir með sama hreinii
í röddinni og foreldrar tala um glæsileg börn.
Danir virðast ekki hafa verið eins he|>|>nir, er [>eir
hafa bygt Kaupmannahöfn og Svíar, er ]>eir bygöu
Stokkhólm. Risabygging eins og Kristjánsborg hefir
ekki náð lýðhylli í Danmörku. Kaupmannahafnarbúar
ypta öxlum, [>egar |>eir tala um hana, [>ykir hún alt of
ferleg og kuldaleg, segja, að kóngurinn hafi ekki vilj'
að búa í höllinni, |>egar til kom, og kvarta undan [>ví,
hve dýrt hafi verið að reisa |>etta heljarbákn.
Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá, að dómkirkjan
er fráleit bygging í öðrum eins bæ og Kaupmannahöfn,
[>aö ]>arf ekki annaö en minna á ensku kirkjuna úti
við Löngulinu í [>ví sambandi.
Ráðhús Hafnar er vafalaust stórmyndarleg bygging,
og oft hefi ég skemt mér við að virða [>að fyrir mér
neðan af torginu. En þarna hefir [>ó tekist ótrúlegu
slysalega til. Andspænis ráðhúsinu er annað stórhýsi,
Paladshótelið, og á [>ví er turn, sem slagar talsvert UpP
í turninn á sjálfu ráðhúsinu. Þetta er frá mínu sjónar-
miði algerlega ópolandi. Frá [>ví fyrsta ég sá turninn
á Palads, hefir mig stórfurðað á [>\d, að ekki skuli vera
búið að kaupa hann til niðurrifs, og [>að var löngu áöur
en ég sá, hve Svíum hefir tekist að gera ráðhústurn,
sinn áhrifamikinn |>ar sem hann gnæfir aleinn á bakk-
anum við Malarstrauminn. Turninn á Paladshótelinu
verkar á mann eins og bjánaleg skopstæling af ráðhús-
turninum í Höfn og eyðir um leið áhrifunum af mikil'