Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 87

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 87
■KMJNN Ferðaminningar. 185 Jeik hans, fyrir ;sitt leyti eins og þjóðleikhús vort fer með Landsbókasafnshúsið við Hverfisgötu. Líklega verða |)að því einna helzt byggingar j)ær, sem kendar eru við Kristján konung IV., sem gleðja augu mín á Hafnarslóð, og J)ó eru flestar |)eirra ekki annað en hollenzkar stælingar. En Jiær fara bænum Prýðilega, og enga Jæirra vildi ég missa. Um alt þetta mætti margt segja. En svo er enn |)á eitt. Danir kalla Kaupmannahöfn stundum det lille Köbenluwn, og ])ó er bærinn miklu stærri en við væri að búast með jafnfámennri ])jóö og auk ])ess langmest- nr bær á Norðurlöndum. Hvað kemur þá til, eða hvort snundi nokkur Svíi láta sér til hugar koma að tala um hann litla Stokkhólm? Maður þarf ekki að vera lengi í Höfn til þess, að linna til nálægðar Berlínar og þeirra áhrifa, sem hún, París og London hafa á hugi ýmsra helztu manna í Uanmörku. Danir erru auðug ])jóð og ferðast mikið. Erlend áhrif frá stærri þjóðum flæða látlaust yfir þjóð- ina. Detta er að ýmsu leyti mjög æskilegt, en það heimtar bæði hæfilega andspyrnu og metnað fyrir því, sem er innlent og þjóðlegt. Danir eru vafalaust tryggir við surnt það, sem þeir hafa þegið að erfðum frá feðr- l,m sínum og mæðrum, en þá virðist hafa skort skap- andi frumlega menning til þess að reyna að setja sér- hennilegan s.vip á höfuðborg ])eirra, svip, sem svari til euðlegðiar og viljaþreks dönsku þjóðarinnar. Þió þykir mér miklu vænna um Kaupmannahöfn en StokkhóLm, og miklu fremur mundi ég kjósa að eiga Eeima í Höfn. Hvers vegna? Af ])eirri einföldu ástæðu, að i mínum augum er Höfn íslenzkasti bær, sem ég hefi kynst. Ég veit svo sem vel, að þetta kann að virð- ast undarlegt, en svo er það nú samt. Líklega áræðir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.