Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 88

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 88
186 Ferðaminningar. iðunn enginn að neita því, að um langt skeið var Kaupmanna- höfn í raun og veru höfuðstaður fslendlnga. Um slíkt er óparft að fjöiyrða. .Margir íslenzkir mentamenn' munu hafa kunnað vel bæjarlífinu par syðra. Sagt er, að ungur íslenzkur mentamaður, sem stundaði nám í Kaupmannahöfn á fyrra hluta 18. aldar, hafi kastað fram þessari vísu, er hann yfirgaf bæinn og fór heim til íslands: Þótt ég Hafnar fái ei fund framar en gæfan léði, ljúft er hrós fyrir liðna stund, lifði ég í Höfn með gleði. Ætli flestir íslenzkir Hafnarstúdentar fyrr og síðar hafi ekki getað tekið undir síðustu hendinguna, par sem í raun og veru alt pað felst, sem höfundúr vildi sagt hafa? Ef einhver skyldi skerast úr leik, er Höfn tæp- lega um að kenna. Bærinn hefir þann merkilega eigin- leika, að fáum leiðist par, ef alt eT með feldu; hann er í raun og veru furðu alþjóðlegur (international), og par ægir öllu saman. En auk þess er borgin bæði þokkaleg og fögur, og fólkið er þýðlegt og lætur mann blessunarlega í friði. Og er yfirleitt sanngjarnt að gera meiri kröfu til hámentaðra samborgara vorra á 20. öld? 1 þeim efnum gætum vér Isiendingar lært mik- ið af Dönum, að ég ekki tali um Englendinga, sem varla mundu sumir hverjir vera að ómaka sig að líta upp úr dagblaði, þó að einhver náungi fengi slag við hliðina á þeim í járnbrautarvagni. — Til skamms tíma hefir ekki verið öðrum bæ en Kaup- mannahöfn til að dreifa, sem hafi verið Islendingum samboðinn höfuÖstaður. Á íslandi voru engar borgir, og öldum saman hafði þjóö vor tæplega neitt af öðrum útlendum stórbæjum að segja en Höfn; þangað fágu

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.