Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 90

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Page 90
188 Ferðaminningar. iðunn um. Aðgangur að íslenzkum blöðum er margfalt hæg- ari en víðast hvar heima á Islandi, enda lærði ég fyrst þá örðugu íþrótt að lesa blöð mér til gagns og skemtunar i Kaupmannahöfn. Ef ég vil lesa ritgerðir, sem hafa verið skrifaðar ein- hvers staðar uppi í afdölum á Islandi fyrr á öldum, þá geng ég mér inn í Árnasafn og bið um handrit. Á Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn sátu stundum fleiri íslendingar en Danir veturinn 1928—’29! Eitt hið merkasta listasafn í Höfn er eftir mann af íslenzku bergi brotinn. Á leikhúsum bæjarins getur maður búist við að sjá Islendinga eða menn af íslenzk' um ættium sýna listir sínar. Einn af merkustu spítölum Hafnar er kendur við Islending og verndar meðal ann- ars minningu hans. I hverjum mánuði halda Islendingar samkomur (landamót). Með hverju skipi koma og fara ættingjar, vinir og kunningjar. i bænum er islenzk sendiherraski if' stofa, sem er fús til að annast vandamál þin, og ýmsar nauðsynjar jiínar geturðu keypt ])ér hjá íslenzkum kaupmönnum. Kaupmannahöfn, bær íslenzku nýiendunnar! Fæst af jiessu getur Stokkhólimur veitt mér. Hann getur að eins kent mér að minnast með jrakklæti dvalar minnar í Höfn. En göfgi Stokkhólms minnir mig ópyrmilega á aðra norræna höfuðborg, borgina, sem nú er verið að reisa á hæðunum á Seltjarnarnesi, við gylta voga og blá sund, borgina, sem fyrir fáeinum áratugum var lítið og vesældarlegt fiskijiorp, en nú er orðin höfuð- staður fullvalda ríkis. Vonandi tekst islendingum laeð tið og tíma að byggja sér höfuðborg í frumleguni og listrænum stíl, sem hæfir landi og pjóð — en pví rnun framtíðin svara. Sicjurðiir Slcúlason■

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.