Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 93

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Side 93
'3ÐUNN Bækur. 191 stórar. Um hitt, hvernig strákpjakkurinn frá Grýtu fór að ná eignarhaldi á öllum pessum jörðum, fáuin við ekkert að vita. Pað er eftirtektarvert, að fyrsta skifti er Jón Arason seilist út fyrir biskupsdæmi sitt, þá er pað til pess að ná undir sig jörðum austur í Hornafirði, sem hann telur sig hafa eignarrétt á — pó ef til vill dálítið vafasaman. En petta verður upphaf peirra miklu umsvifa, er náðu há- marki, þá er hann segist hafa brotið undir sig alt Island nema hálfan annan kotungsson — og upphafið að ósigri hans um leið. I bók Gunnars Gunnarssonar lesum við í línunum, að Jón Arason var mikill kirkjuhöfðingi og afbragð annara manna að skörungsskap og livers kyns mannkostum. Milli línanna lesum við, að hann var einn mesti stórburgeis sinnar sam- tíðar, er öllu vildi ráða og yfir gína — harðdrægur fjár- aflamaður, sem gerði sér far um að auka auð og völd kirkju sinnar jafnt og sjálfs sín og var önnum kafinn að hlaða undir ættingja sína og vildarmenn. Höf. fylgir íslenzkri arfsögn í pví, að hann leggur ríkari áherzlu á sjálfstæðisbaráttuna en trúardeilurnar. Og pað niun verða alment álit, að hann hafi náð pvi marki, er hann setti sér: að sýna oss líf Jóns Arasonar sem stór- fenglegan harmleik. Það er átakanlegt að fylgja ferli hins gamla biskups, sem ekki skilur sinn tíma — áttar sig ekki á því, sem er að gerast í kringum hann. Málstaður sá, er uann berst fyrir, er dauðadæmdur, og skilningurinn á pví Uggur svo að segja í loftinu. Það lætur nærri, að pað sé Jón Arason einn, sem ekki skilur tákn thnans. Jafnvel í ^num hans á hin nýja lnigarstefna ítök, eða pá grunar að •ninsta kosti, að hér sé verið að vinna fyrir gýg. En þeir Uylja penna grun sinn og standa við hlið ofurliugans, föður þeirra, í baráttu lians — af sonarlegri ræktarsemi og virð- ‘ugu og af trúmensku við lög og landsvenjur. 1 pví, hvern- *g höf. lætur oss skilja þenna innri tvíveðrung — þrátt lyrr- lr ytri samheldni — án pess að þurfa að fara um það niörgum orðum, sannar hann sig sem réttborinn arftaka Þeirra manna, er rituðu hinar beztu af fornsögunum. Þenna rétt sinn er hann að sanna bókina á enda. Gunnar Gunnarsson er orðinn meistari í frásagnarlist. Hann dottar •uldrei, missir aldrei tökin á athygli lesandans. Og með

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.