Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1931, Síða 98
196
Bækur.
IÐUNN
hláturinn greip um sig, þangað til öll samkundan stóð á
blístri af niðurbældri gamansemi. Pað er nú svo í sveitinni
hjá okkur, að við eigum engan háskóla, þar sem atvinnu-
skriffinskan geti fengið sínar nafnbætur á kostnað saklausra
höfunda. Hins vegar er hér ungmennafélag, sem hefir það
hliðstæða hlutverk, að búa ómerkilegu málæði virðulegan
sess í hugarheimi almennings. Þegar þessi síðasta bók Kilj-
ans kom hingað austur, var hún tekin þar til ypparlegrar
yfirvegunar á sama grundveili og meistarinn hafði tekið
Shaw, — það var ekki ætlanin að vinna Halldóri tiltakan-
legt mein, en að eins benda á takmarkanirnar! —
Annars er það svo um þessa bók Kiljans, að hún er stór-
kostleg frainför frá fyrri ritum hans, og var þó margt harla
vel um þau. Bygging sögunnar, skapmörk persónanna, áferð
stílsins, alt er fastara og fegurra en áður hefir verið, og er
Halldór nú kominn drjúgan spöl fram úr öðrum íslenzkum
rithöfundum um þessi atriði. Halldór fer nú að verða tækur
á kvarða erlendra bókmenta, og er það gleðiefni. Það hefðu
óneitanlega verið döpur endalok fyrir íslenzka menningu,
ef þessi virðulega list hefði lognast út af með jafn-einhæf-
um rithöfundi og Snorri Sturluson var.
Það ber mest til um yfirburði þessarar bókar Kiljans, hvre
gersamlegt nútímaverk hún er. Islenzkt flæðarmál rís úr sjó
fyrir augum lesandans í ljósi aldar, er yfir stendur. Hörzl
■eru í orðfæri, þar sem höf. nálgast eymd sögumanna sinna.
Ekki er það að víta. Við, sem erum vanir því að bíta á
jaxlinn og bölva í hljóði, bæði utan húss og innan, kunnum
því betur en kveini og andvörpum. Hittir Halldór þar rak-
leitt á einn þeirra fúu þátta islenzkrar sveitamenningar, seni
enn er við líði — gribbuskapinn heldur en að glúpna. Hitt,
sem venjulega er kallað sveitamenning, er mest stjórnmála-
hræsni, uppgerð og skreytni. Læt ég svo úttalað um það.
Hér í sveit er það nú ekki lengur siður að farga vetur-
gamalli kind til þess að eignast góða bók. Ungmennafélögin
hafa ekki inegnað að varðveita þá venju, þrátt fyrir þjóð-
ræknina. Þó er ég að vona, að bók Halldórs rati sem víðast
til okkar upp í sveitirnar. Jónas Jónsson frá Efstabæ.