Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1934, Side 52
210
Nútiðarbókmentir Bandarikjamanna.
iðunn
Meiri og betri leiðsögrt vantar okkur í þessum efn-
um, leiðsögn manna, sem ekki annað hvort geysast
áfram öskrandi eins og sléttuúlfar austur í Rússlandi
— eða sitja á leiðum eins og hýenur og horfa span-
gólandi á gullaldartunglið eða Betlehems-stjörnuna —
og sjá ekki annað.
Það, sem gerir aðstöðu mentamanna hér enn þá
ábyrgðarmeiri en ella, er þau vandkvæði, sem á því
eru, að alþýða geti á eigin spýtur aflað sér þeirrar
fræðslu um bókmentir og menningarleg viðhorf uin-
heimsins, sem henni er nauðsynleg. Fámennið veldur
þvi, að erfitt er að koma út á íslenzku fræðibókum
um þau viðfangsefni, sem taka þarf tillit til. Af sömu
ástæðum eru blöð okkar fábreytt og geta ekki haft
jafn-margvíslega og vel færa starfskrafta og þörf er
á. Þá er enn fremur ófært vegna fámennis að koma
út á íslenzku því bezta úr heimsbókmentunum. Menta-
mennirnir verða að rita með velvild, en gagnrýni um
íslenzk skáldrit og gefa í tímarita- og blaðagreinum
yfirlit yfir kjarna vísindalegra kerfa og einstakra at-
hugana, menningarlegra strauma og félagslegra stefna,
en auk þessa er nauðsynlegt, að þeir bendi almenn-
ingi á, hvar og hvernig hann getur aflað sér víðtæk-
ari þekkingar á þeim atriðum, sem hvern og einn nú-
tíðarmann varða.
Fjöldi manna hér á landi lærir erlend tungumál —
einkum dönsku og ensku. Enskunámið verður hjá
miklum fjölda manna einungis kák. Reynsla min sem
bókavarðar hefir skorið skýrt úr um það, að Norður-
landamálin séu öllum almenningi heppilegust, eins og
sakir standa nú. Eftir eins vetrar nám gengur fólki
eins vel að lesa bækur á dönsku eins og bækur á
ensku eftir þriggja vetra nám. Nú munu menn segja.