Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1934, Síða 72
230
Nútíðarbókmentir Bandaríkjamanna.
TÐUNN
sléttu. Ung og gáfuð stúlka gengur að eiga lækni í
bæ þessum. Hún er full af menningarlegum áhuga og
þrá eftir fegurð — og hún ásetur sér að hafa áhrif
á fólkið til hins betra, gera það andlegra, vekja það
til umhugsunar um göfugri hugðarefni. En svo barna-
lega bjartsýn sem hún er, verða viðtökurnar henni
vonbrigði. Fólkið, sem hún umgengst, þykist svo sem
ekkert hafa af henni að læra. Því líður ágætlega. Það
hefir nóg að bíta og brenna og er góðir og nýtir
borgarar í hinu frjálsasta og fullkomnasta þjóðfélagi
undir sólunni. Allar breytingar hljóta því að vera frá
hinum vonda. Hræsni, skinhelgi, slúður, öfund og of-
læti eru erfðagóz þessa fólks, og þetta skal enginn
aðvífandi umbótakvenmaður af því taka. Með bitru
háði og bersögli, sem er bygð á skarpri athugun og
djúptækri lífsreynslu, lýsir Sinclair Lewis þessu öllu
saman, og við finnum, að hér heima á íslandi eru
hliðstæðurnar í hverjum bæ. Þar er Aðalstræti — og
hver og ein af þessum persónum, sem lýst er, og við
finnum, mörg okkar, að hjá okkur sjálfum eru ná-
grannarnir einmitt að stýfa smátt og smátt flugfjaðr-
irnar af hinum sömu tilfinningum og löngunum, sem
harðast verða úti þarna í bók Sinclair Lewis. Eftir
mikla baráttu og miklar kvalir kemst aðalpersónan
svo að þeirri niðurstöðu, að fólkið í Bandaríkjunum
sé ekkert verra en gerist og gengur annars staðar.
Það, sem geri það að andlausum skepnum og komi
því til að misþyrma því sannasta og bezta hjá sér
og öðrum, sé máttur misskilins velsæmisvana. Og hún
fyrirgefur í þeirri von, að næsta kynslóð verði frjáls-
ari og hamingjusamari en sú, sem nú lifir. En les-
andinn tekur undir með höfundinum, þegar hann segir
um andann í þessum ameríska smábæ: