Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1934, Blaðsíða 75
IÐUNN
Nútíðarbókmentir Bandarikjamanna.
233
aðrar, að þrátt fyrir alla gagnrýni hefir Sinclair Lewis
trú á því, að í manneðlinu séu eiginleikar, sem
byggja megi á vonir um betri og farsælli framtið
mannkyninu til handa. En ekki er í þessari bók frek-
ar en öðrum dregin fjöður yfir ágallana og vand-
kvæðin. Og sumar atburðalýsingarnar i henni eru ein-
hverjar hinar átakanlegustu, sem nokkurt skáld hefir
skrifað.
í Dodsworth fylgir Lewis amerískum hjónum í
Evrópuferð. Konan er einkisverð tildurrófa, en maður-
inn er mannsefni. Þegar hann er borinn saman við
þroskaðan og mentaðan mann, verður ærið lítið úr
honum, en hann iinnur, að hann þarf að læra, og
hann hefir vilja til þess. Þarna er hvort tveggja,
viðurkenning á yfirburðum hinnar mentuðu Evrópu
og trú á, að Bandaríkjaþjóðin sé vöknuð til gagnrýni
á sjálfri sér og muni nú nota sinn mikla þrótt og
sitt sérstæða framtak til að manna sig og þroska.
Yfirleitt virðist mér, að Sinclair Lewis muni flest-
um rithöfundum frekar gefa okkur glögga og við-
taeka lýsingu á Bandarikjaþjóðinni. Við sjáum skýrt
og skilmerkilega galla hennar, en einnig hina miklu
möguleika til menningarlegra afreka. Þrátt fyrir alt,
sem miður fer, kynnumst vér hjá henni þrótti,
framtaki, gáfum og vilja, sem ekki lætur að sér
hæða.
Af rithöfundunum, sem koma fram um svipað leyti
og Sinclair Lewis, verð ég að lýsa nokkuð náið
Shenuood Anderson, sem ég áður hefi nefnt í sam-
bandi við Jack London. Sherwood Anderson er fædd-
ur í Miðrikjunum 1876. Hann er af fátækum foreldr-
um. Á æskuárunum fékst hann við ærið margt og
hakkaði víða. Svo komst hann inn í verzlunarlífið