Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1934, Page 95
IÐUNN
Hatur.
253
vær . . . það var ekki ætlun mín að banna yður að
ganga um garðinn . . . ég er bara svo kjarklítill . . .
ég er orðinn gamall og blindur.
— Hvað eruð þér þá að gera hér?
— Mig langaði hingað til þess að finna, að það er
komið vor . . . það er vorblær í loftinu . . . Hér er
slik angan af nýsprottnu Iaufi.
Blindi maðurinn fálmaði fram fyrir sig, náði í grein,
alsetta smávöxnum, grænum blöðum, bar hana upp
að vitum sér og saug í sig ilminn.
— Þessi lykt er svo góð, hélt hann áfram . . . jú,
þú skilur mig ekki . . . þú gerir gys að mér . . . ég
heyri að þú hlærð með sjálfum þér . . . Ójá, þú mátt
hlæja fyrir mér. Glottið þitt tekur ekki frá mér riki-
dæmi mitt.
— Hvar er svo sem ríkidæmið þitt?
— Það er innra nreð mér sjálfum. Eg minnist. Og
heyrnin er mér til aðstoðar og lyktin líka. Jafnvel
blindan er mér hjálp . . . Nú glottir þú aftur. Þú
þarft ekki að glotta. Þeir, sem hafa góða sjón, loka
oft augunum, þegar þeir vilja kalla fram það, sem
einu sinni var . . .
Halti maðurinn spurði hranalega:
— En ertu ekki hryggur yfir því að hafa mist
sjónina?
— Nei — það er ég ekki. Maður, sem hefir horft
á eftir hamingju sinni niður i gröfina, harmar það
ekki, þótt hann missi sjónina. Æskumaðurinn og sá,
sem elskar og starfar, þarf augnanna með; þau eru
dýrasta hnoss hans. En gamall maður, sem dvelur i
þvi, sem er löngu liðið, hann þarf þeirra ekki með.
Honum hafa verið gefin ný augu. Hann sér i hugan-