Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1934, Side 104
262
Hatur.
IÐUNN
inn gamall og allslaus . . . Mínar sælu sýnir . . . Ó,
þessar fátæklegu endurminningar . . . Littu á augun
mín blindu . . . heldur þú ekki, að endurminningarn-
ar séu nægilega blandnar sorg? . . . Eg græt oftsinnis
yfir þeim . . . þau tár svíða mér i augum . . . Vertu
miskunnsamur . . . auktu ekki á angist mina.
En hinn reis á fætur og öskraði:
— Vertu miskunnsamur! . . . Nei, hatrið er ekki
miskunnsamt! Eg hefi þráð þessa stund um mörg og
erfið ár, þráð að sjá þig liggja í duftinu! . . . Nei,
hatrið sýnir enga miskunn . . . Það er hið eina, sem
endist . . . og það sýnir aldrei miskunn . . .
Hann stóð þarna, logandi af heift og hatri — eins
og eldsúlu hefði skotið upp úr dýpstu iðrum helvítis.
Sjálf illúðin, nakin og blygðunarlaus, belgdi sig upp
í svip hans og fasi.
Svo hökti hann af stað. í kyrð kvöldsins mátti um
stund heyra tvenns konar hávaða blandast saman í
nístandi misklið: angistarvein blinda mannsins, sem
lá á grúfu í götunni, og hið harkalega og ójafna
fótatak halta mannsins, sem rak hækjuna sína af afli
niður í troðna mölina. Á. H. þýddi.
Útburður.
Mér gleymist það eigi,
þó aðrir um þegi
eða söguna á annan veg segi,
að út varstu borinn,
þótt ei sjáist sporin,