Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 14

Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 14
92 KIRKJURITIÐ mannanna, blót og formælingar tíðkast, háð, kerski og blygðunarlaust tal; hvar sem alla lotningu fyrir hinu guð- lega skortir, er lýsir sér í orðum og athöfnum, í vanhelgun hvíldardagsins og fleiru þess háttar, þar er andi heimsins, en Guðs andi rekinn á flótta. En hvar sem sátt og samlyndi, hreinskilni og velvild er meðal manna, hvar sem er kærleiksrík atferð í orðum og verk- um, sem ræður mestu, hvar sem er guðsótti og lotning fyrir hinu guðlega; hvar sem er heimilisfriður og heimilisguðrækni, þar er Guðs andi. Þar sjást ekki að vísu eldlegar tungur, sem setja sig yfir sérhvern eins og postula Drottins, en þar er þó tungumál guðsríkis, því að þar er lofgjörð og þakklæti, þar eru orð trúar og bænar, elsku og friðar, þar er blessað en ekki bölvað, þar er hver dagur byrjaður og endaður með því að snúa huga og hjarta til Guðs. Þar eru öll verk unnin í guðsótta og verða því bæði mikil og farsæl, því að yfir þeim er guðsblessun, þar sem faðir og sonur hafa þangað komið og tekið sér þar vistarveru, eins og Jesús segir hér í guð- spjallinu að muni verða, þar sem þeir séu fyrir, er elski sig og varðveiti sín orð. Guðs andi kemur því til þín, kristinn maður, hvenær sem þú elskar Guð og hið góða, hvenær sem þú trúir honum og treystir, hvenær sem þú biður hann af hjarta í Jesú nafni og girnist hans eilífu náð, þá tekur hann sér bústað í hjarta þínu og gerir það að sínu musteri, þar sem Guð er dýrkaður í anda og sannleika, því að trúin, vonin og kærleikurinn og hjartanleg bæn í Jesú nafni halda þar ævarandi guðsþjónustu- gjörð. Bið þú því Guð um heilagan anda; bið þú hann óaflát- anlega um þessa beztu gjöf af öllum gjöfum, sem innsiglar, fullkomnar og kórónar hverskonar himneska og eilífa blessun, er Guð af sinni eilífu föðurnáð hefir látið og lætur oss í té fyrir Jesúm Krist. Heilagur andi verkar með guðsorði til vorrar upplýsingar, betrunar og sáluhjálpar. í gegnum guðsorð ljóma hans himn- esku náðar og sannleiksgeislar inn í sálir vorar og hjörtu, og þó erum vér svo tregir til að heyra það, já, tregir til að rótfesta það í hjörtum vorum. Það er eins og oss virðist ríða meira á öllu öðru. Vér erum áhyggjufullir út af vorum líkam- legu nauðsynjum, vér neytum daglega alls máttar til að útvega

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.