Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 32

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 32
Sáluhjálparstarf í Svíþjóð. Bo Giertz: 1 grýtta jörð. Skáldsaga. Sigur- björn Einarsson þýddi. Bókagerðin Lilja. Reykjavík 1948. Þessi bók lýsir trúarvingli Svía á heldur ömurlegan hátt. Reyndar eru þetta þrjár sögur, sem gerast allar í sömu sókninni á löngu tímabili. Hefst hin fyrsta á dögum Napo- leons-styrjaldanna, önnur um 1880, en sú þriðja rétt fyrir byrjun síðustu heimsstyrjaldar, og lýsa þær andlegu lifi og reynslu þriggja presta, sem þarna starfa. En þó að byltingar verði í heiminum hið ytra og langir tímar líði, hjakkar allt í sama andlega farinu i sókn þessari, og er í hverri sögu fitjað upp á sama trúmálagrautnum. Trúar- ofsi og vakningafaraldur geisar þarna eins og kvefpest og virðist svo sem höfundur telji það snöggt betra en nýguð- fræði, sem í hans höfði þýðir sama og vantrú. En þó veit maður lengi vel ekki, hvenær Guðs bömin eru komin á hina réttu sáluhjálplegu línu, því að eitt stangar annað. Virðist það að lokum vera vegur rétttrúnaðarins, sem öll sáluhjálp er komin undir, en hann er ákaflega mjór og vandrataðar, svo að ekki má muna um stafkrók, að mað- urinn bjargist. Undir allt er kynt með helvítisóttanum. 1 fyrstu sögunni er sagt frá meistara Hinrik Savóníusi aðstoðarpresti í Auðavatnssókn. Hann er nýkominn frá háskólanum, dável lærður maður, og hefir orðið snortinn af frjálslyndum sjónarmiðum og Biblíugagnrýni. En þessi guðfræði reynist fljótt liðónýt, er hann kemur út í starf- ið. Hans er vitjað til að þjónusta deyjandi mann, sem er frávita af hræðslu við eilífa glötun, reiðidóm Guðs og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.