Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 34

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 34
112 KERKJURITIÐ mannsins til að upphefja sjálfan sig. örvæntingin yfir syndinni er að vísu Guðs verk í fyrstu, en ef hún stend- ur of lengi, verður hún verk djöfulsins. Það, sem ríði á að skilja, sé að mennirnir séu svo gerspilltir, að betrunin geti engan frelsað. Maðurinn frelsist aðeins af náð fyrir trú. Það er með öðrum orðum rétttrúnaður fremur en góð breytni, sem nokkra þýðingu hefir fyrir Guði. „Þegar maðurinn hættir að vísa þessari huggun á bug sökum óverðugleika síns, að Jesús hafi borgað fyrir allar syndir hans, þá er það þegar trú, og þessi trú ber sér þegar vitni í því, að maðurinn getur haldið þeirri vissu fastri, að hann fái fyrirgefningu án þess að friðþægja sjálfur með iðrun sinni og án nokkurra verðleika betrunar sinnar í hjarta og líferni. Þá er maðurinn af náð gerður að barni hjá Guði — með syndaspillingu og öllu, skilurðu, Hinrik“ (bls. 110). Og Hinrik skilur loks þennan leyndardóm og biður góðan Guð að lofa sér að vera sem lengst með þessum fagnaðarboða, undrandi yfir því, hvað hann hafi verið blindur, og eru nú báðir sælir í trú sinni: „Áður var ég örvilnaður yfir fólkinu mínu í sókninni og iðrunarleysi þess. Nú sé ég, að það kom til af því, að ég hafði alltaf augun á því, sem við ættum að gera, og þegar ég sá svo lítið af sannri betrxm, skreið magnleysið alveg inn í hjartarætur. Ég taldi og lagði saman allt, sem þeir gerðu, og það var ekki hundraðshluti af sektinni, sem borguð var. En nú horfi ég á það, sem er búið að gera, og ég sé, að öll sekt- in er greidd. Og nú geng ég um eins og yfirvald með náðarbréf allra afbrotamanna upp á vasann. Er það furða, þótt ég geri að gamni mínu?“ (bls. 112). Þetta er furðu naiv guðfræði og reyndar ekkert annað en endurvakning á bágbomustu lögskýringum skólaspek- innar fomu á friðþægingarlærdómnum. Hefir meistara Savóníusi stórhrakað í vitsmunum, er höfundurinn skilur við hann. Ferill hinna prestanna er nauðalíkur þessu, nema hvað sá í miðið er „trúaður“, þegar hann kemur í sóknina. Þeir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.