Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 38

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 38
116 KIRKJURITIÐ inn á heimilið. Það gerir okkur ekkert til — en bömin okkar?“ Þó gerir hann það fyrir bænastað konu sinnar. Næst gerist það, að Gunnar fellur í stríðinu. Enn er prest- ur í dauðans angist út af sál hans og liggur við, að hann ásaki Guð fyrir að láta hann þannig farast í syndinni. En skyndilega birtir yfir. Bréf berst frá syndaranum, sem hann hafði skrifað rétt áður en hann dó, sem sýnir, að trú hans er komin í rétt lag, það er að segja hugmyndir hans eru orðnar hinar sömu og prestsins. Séra Torvik þakk- ar Guði af hrærðu hjarta fyrir frelsun þessa villuráfandi sauðar og með því lýkur bókinni. Það liggur við stundum, að manni detti í hug, að þetta eigi að vera grínsaga um andlegan vesaldóm sænsku prest- anna og fólksins, sem þeir hafa í sinni umsjá. Svo dauð- ans þröngsýnn og fátæklegur er allur hugsunarhátturinn. Prestarnir tala um safnaðarfólk sitt og andlegt ástand þess einna líkast því sem þeir væm að tala um holdafar búfjár. Þegar þeir fara í húsvitjanir, gera þeir áætlun um, hvaða andlegu fóðri eigi að salla á jötuna, syngja þetta vers yfir þessum, lesa þessa hugvekju eða bæn yfir hinum, reka þessa eða hina skömmina í þá, sem þess þurfa við, rétt eins og verið væri að tala um skepnur. En höfundi virðist vera rammasta alvara. Á svona ein- faldan hátt eru sálir frelsaðar í Svíþjóð. Segir í auglýs- ingu, að bókin seljist þar í mörgum upplögum, svo að þetta virðist falla í smekkinn. En Islendingar hafa ekkert að gera með svona bókmenntir, nema þá helzt til viðvörunar. Og ef til vill hefir dósentinn þýtt þessa bók í því skyni, því að lítið djarfar fyrir skáldskap í henni. Það væri vissulega vonlaust verk, að ætla sér að reyna að umbæta mannlífið, með því að kenna jafnframt, að eðli mannanna sé gerspillt. Að mínum dómi er það ekki aðeins guðlastanleg kenning, heldur og heimskuleg og fjandsamleg allri menningarviðleitni. Það er ekki trú, heldur vantrú! Fyrst á algóður Guð að hafa skapað menn- ina með svo syndumspilltu eðli, að það er óbetranlegt.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.