Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 44

Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 44
122 KIRKJURITIÐ „Stattu á fætur, ég skal hjálpa þér.“ Þetta var frekar harðsótt fyrir Bill. Um langt skeið hafði hann ekki lagt stund á slíka leikfimi. Auk þess leið honum hörmulega þá stundina — lumpinn, lasinn, og svo var honum meira illt. Nú, en upp úr rúminu komst hann samt og kraup á gólfið í náttfötunum. „Jæja. Byrjið þér þá,“ sagði Bill. „Faðir vor,“ byrjaði Frank. „Faðir vor,“ endurtók Bill. „Þú, sem ert í himnunum," hélt Frank áfram. „Þú, sem ert í himnunum," endurtók Bill — snarstanz- aði, greip fram í fyrir kennaranum og mælti: „Þetta hefi ég nú einhvern tíma kunnað „Ágætt. Haltu þá áfram.“ „Nei. Þér farið á undan. Ég kem á eftir.“ Og þannig komust þeir yfir Faðirvorið. Bill hraðaði sér í bólið aftur, stundi átakanlega og hugsaði: „Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera með þessu kristna fólki.“ Þannig hefir viðhorf margra verið við kristindómnum hér á landi, frá því er sögur hófust. Ýmsir mæltu í áheyrn Njáls, at slíkt væru firn mikil at hafna fornum átrúnaði. En Njáll mælti: „Svá lízt mér sem hinn nýi átrúnaður muni vera miklu betri — og sá mun sæll, er þann fær heldur.“ Og enn vill Hallur af Síðu hætta á, hvort hann getur keypt fyrir Þangbrand og þá félaga — og enn vill Val- garður inn grái, að Mörður kasti trúnni — og sjái, hvernig þá fari. En í þessum faldafeyki nýsköpunarinnar syngur dýrtíð og kreppa sína gleðisöngva — og gleymir sínu Fað- irvori eins og Bill —, en yfir óraleiðir aldanna heyrast ómar löngu liðinna þjáninga og sektarmeðvitundar: Heyr himnasmiður, hvers skáldið biður blandast við ekkaþrunginn söng hræddrar og kvíðafullr- ar veraldar:

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.