Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 49

Kirkjuritið - 01.04.1949, Page 49
NORÐAN ÚR FÁMENNINU 127 Ertu að flýja myrkramiðin? Meturðu vorið nú að öngu, — sólmánaðar sunnangöngu, sumardýrð og næturfriðinn? Úti’ við heimskauts Ijósar lindir logar upp á vetri rísa. öllu voru landi lýsa langeldar, sem nóttin kyndir. (G.Fr.) En fyrir mér er ekki ósvipað ástatt og Hebreanum, sem söng ljóðið um Rakel, sem grætur börn sín. Mér er sem ég heyri í aftanblænum alla leið „utan frá heimskauts Ijósum lindum" andvarp, andvarp norðan yfir Hljóða- bungu og Tröllakirkju. Þetta andvarp ómar í hvelfingum hinna grátnu, hryggu kirkna, og bergmálar í fótataki kyn- slóðanna, sem hér hafa leitað svölunar sálum sínum og verið bænheyrðar af Drottni, og borið eins og hetjur kvöl °g kulda, hita og þunga síns erfiða lífsdags, og fært þjóð- inni fjölda hinna hraustustu og göfugustu drengskapar- manna og kvenna. Og þetta andvarp frá yztu nesjum hins iogfrána lands er í senn lofsöngur fyrir liðna tíð, kveðju- óður og fyrirbæn fyrir ástkærum börnum safnaðanna og kirknanna, þessara barna, sem borizt hafa til ykkar vona- °g fyrirheitnu landa — „borizt til blómanna í birtu og yl“ úr krappa, kalda og dimma hamragljúfrinu: Guð leiði þig, hans eilíf ást, sem aldrei góðum manni brást. Gakk, gakk, mitt bam, og forlög fyll, og finnumst, þegar Drottinn vill. Guð leiði þig. (Karl Gerok). í'annig er sumt af okkar kristindómi norður hér. Guð leiði þig og blessi — og alla og allt, sem þú elskar. Þinn einlægur, Jónmundur HaTldórsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.