Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 51

Kirkjuritið - 01.04.1949, Side 51
NÁÐARGÁFA VEIKLEIKANS 129 hinu borgaralega lífi og mannfélagsmálunum, að brjóta niður þetta hefðbundna vald yfirstéttanna, með því að snúa mati á mönnum frá því ytra til þess innra, svo að hið sanna manngildi og mannsins innsti kjarni megi augljós Verða, ýmist til eftirbreytni eða viðvörunar. Fræðimenn- irnir og Farísearnir verða jafnan harðast úti hjá Jesú i hvi mati. Enda segir hann á einum stað, að tollheimtu- menn og skækjur muni jafnvel eiga greiðari leið en þeir inn í guðsríki. En gleggsta og minnilegasta heimildin um afstöðu Jesú til hinna lögmálshlýðnu Farísea og fræði- manna er þrumuræðan svonefnda, í 23. kapitula Matte- Usarguðspjalls. Þar segir meðal annars: ,,Vei yður, fræðimenn og Farísear! Þér gjaldið tíund af ruintu, anís og kúmeni, og skeytið ei um það, sem mikil- vægara er í lögmálinu: réttvísina og miskunnsemina.. h'ér blindir leiðtogar, sem síið mýfluguna, en svelgið úlf- uldann! Vei yður, fræðimenn og Farísear, þér hræsnarar! h'ér líkist kölkuðum gröfum, sem að utan líta fagurlega út, en eru innan fullar af dauðra manna beinum og hvers konar óhreinindum. Þannig sýnist þér og hið ytra réttlátir fyrir mönnunum, en hið innra eruð þér fullir af hræsni og lögmálsbrotum. * ‘ Það er fulltrúi þessarar stéttar þjóðfélagsins, sem Jesús í®tur koma inn í helgidóminn og biðjast fyrir með orð- unum: „Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn,“ o. s. frv. Andspænis honum lætur Jesús tollheimtu- manninn birtast í helgidóminum og standa jafnvel langt fvá- Hann er fulltrúi hinna lægstu og minnst metnu stéttar bjóðfélagsins. En þar er hugarfarið mjög á annan veg en hjá hinum sjálfumglaða fyrirmanni. Einmitt hjá þessum htilmótlega manni kemur fram það hugarfar, sem er Guði að skapi, með sárri tilfinning fyrir óverðugleik sínum. Postulinn Páll staðfestir þessa kenning meistarans um Shdi hins auðmjúka hugarfars, er Guð notar sem farvegi uáðar sinnar, er hann segir: „Lítið, bræður, til köllunar yðar: Þér eruð ekki margir vitrir að manna dómi, ekki 9

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.